Reykjavík: Gasolíuflekkur á ytri höfninni MEGN olíulykt vakti athygli fólks, sem var við vinnu í Viðey í gærmorgun. Hafnaryfirvöld íReykjavík voru strax látin vitaog fóru hafnsögumenn að leita uppruna olíuþefsins.

Reykjavík: Gasolíuflekkur á ytri höfninni

MEGN olíulykt vakti athygli fólks, sem var við vinnu í Viðey í gærmorgun. Hafnaryfirvöld íReykjavík voru strax látin vitaog fóru hafnsögumenn að leita uppruna olíuþefsins. Þeir fundu gasolíuflekk á Viðeyjarsundi og rak flekkinn undan vindi frá landi.

Að sögn Halls Árnasonar hafnsögumanns var ekki um mikið magn olíu að ræða og uppruni lekans ókunnur. Svo virðist þó sem olían hafi komið úr Sundahöfn eða nágrenni hennar. Hallur sagði að útilokað væri að hún hefði komið frá olíuskipi, sem á þessum tíma var að losa farm sinn í Örfirisey. Hugsanlegt er, að rekja megi olíuflekkinn til vinnuvéla, það mun vera algengt að í rigningu skolist af bryggjum olía, sem lekið hefur af tækjum og getur þá myndað flekki á sjónum. Gasolía dreifist mjög mikið þegar hún kemur í sjó, einn dropi þekur um fermetra af yfirborði sjávar. Ekki var talið að fuglalífi eða mannvirkjum stæði ógn af þessari olíu. Síðdegis í gær var flekkurinn á reki út Engeyjarsund og má búast viðað olían gufi upp á skömmum tíma.

Hallur Árnason segir að það sé nokkuð algengt að lítilsháttar olía fari í sjóinn við höfnina. Venjulega sé það fyrir slysni eða bilun í tækjum. "Menn eru orðnir miklu passa samari með þetta núna en áður, enda er vel fylgst með allri mengun," sagði hann.