Þátttakendur í Snæfellsási á þriðja hundrað SNÆFELLSÁS '88, mót sem haldið var á vegum mannræktar félagsins Þrídrangs við Arnarstapa á Snæfellsnesi um helgina, sóttu milli tvö og þrjú hundruð, eða álíka margir og í fyrra.

Þátttakendur í Snæfellsási á þriðja hundrað

SNÆFELLSÁS '88, mót sem haldið var á vegum mannræktar félagsins Þrídrangs við Arnarstapa á Snæfellsnesi um helgina, sóttu milli tvö og þrjú hundruð, eða álíka margir og í fyrra.

Vegna veðurs breyttist dagskrá mótsins mjög mikið, þar sem flytja varð mest alla dagskrárliði í hús. Sá viðburður sem hvað mesta athygli vakti var eldganga. Bandaríkjamaðurinn Ken Cadigan leiðbeindi þeim sem hugðust taka þáttí göngunni og tók undirbúningurinn um sex klukkustundir. Á annað hundrað manns tóku þátt í athöfninni sem fólst í því að ganga berfættur þrjá metra á glóandi kolum. Að sögn Þorsteins Barðasonar hjá Þrídrangi var þetta fyrsta eldgang an hér á landi. Tókst hún vel og sluppu allir þátttakendur óbrenndir.

Fyrirlesarar komu víða að, m.a. frá Nýja Sjálandi, Hawai, Bandaríkjunum og Þýskalandi. Mestur hluti dagskrárinnar fór fram í kúlu húsi sem reist var fyrir mótið.

Morgunblaðið/Snorri Böðvarson

Bandaríkjamaðurinn Ken Cadigan býr áhugasama þátttakendur undir eldgöngu.

Meðlimir í Hare Krishna leika á hljóðfæri sín og bjóðamótsgestum að bragða á grænmetisréttum.