Vopnahlé tekur gildi í Angólu og Namibíu Pretóríu. Reuter. Í SAMEIGINLEGRI yfirlýsingu talsmanna stjórnvalda í Suður-Afríku, Angólu og Kúbu sem birt var í Pretóríu sagði að vopnahlé hefðitekið gildi í suðvestur-Afríku klukkan 15.00 að íslenskum tíma í...

Vopnahlé tekur gildi í Angólu og Namibíu Pretóríu. Reuter.

Í SAMEIGINLEGRI yfirlýsingu talsmanna stjórnvalda í Suður-Afríku, Angólu og Kúbu sem birt var í Pretóríu sagði að vopnahlé hefðitekið gildi í suðvestur-Afríku klukkan 15.00 að íslenskum tíma í gær. Yfirlýsingin kemur í kjölfar friðarviðræðna í Genf í liðinni viku semBandaríkjamenn stjórnuðu. Tilkynningin í gær er mikilvægasta skrefið í átt til friðar í Angólu og Namibíu síðan viðræður hófust í London í maí, en þeim var fram haldið í Kairó, New York og Genf. Í yfirlýsingunni sagði jafnframt að fallist hefði verið á að ryðja sjálfstæðiNamibíu braut í samræmi við ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 435.

Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa sett það skilyrði fyrir sjálfstæði Namibíu, sem hefur verið undir þeirra stjórn frá fyrri heimsstyrjöld, að 50.000 kúbverskir hermenn hverfi heim frá Angólu. Ríkin þrjú sem stóðu að yfirlýsingunni í gær segjast hafa orðið sammála um að hvetja Perez de Cuellar, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, til að hefja framkvæmd ályktunar 435 hinn 1. nóvember. Í ályktuninni er gert ráðfyrir kosningum í Namibíu undir handleiðslu S.Þ. áður en S-Afríku menn hverfa á brott. Reiknað er meðað útkoman verði stjórn svarta meirihlutans undir forystu skæruliða í Namibíu (SWAPO). Samtökin hafa barist í 22 ár gegn stjórn S-Afríku. P.W. Botha forseti Suður-Afríku hefur boðið de Cuellar til Pretóríu tilað ræða framtíð Namibíu. Stjórnin í Pretóríu hefur áður gagnrýnt Sameinuðu þjóðirnar fyrir að segja SWAPO vera eina lögmæta fulltrúa Namibíu. Mörgum stjórnmálaskýrendum þykir ótrúlegt að stjórn hvíta minnihlutans í S-Afríku ætli að láta Namibíu af hendi.

Angóla og Kúba hafa fyrir sitt leyti fallist á brottflutning kúbverska herliðsins frá Angólu og stendur tilað ganga frá dagsetningum fyrir 1. september. Kúbumenn hafa stutt marxistastjórnina í Angólu í viðureign við UNITA-skæruliða undir forystu Jonasar Savimbi en hann nýtur stuðnings Suður-Afríku. Stjórnin í Angólu boðaði í gær nánustu bandamenn sína frá Mozambique, Zimbabwe, Zambíu, Tanzaníu og Botswana á sinn fund í Luanda til að ræða samkomulagið sem náðist í Genf í síðustu viku.

Pik Botha, utanríkisráðherra Suður-Afríku, sagði í gær að ríki sitt myndi hefja brottflutning herliðs frá Angólu á miðvikudag og yrði honum lokið fyrir mánaðamót. Í yfirlýsingu frá UNITA-skæruliðum sem gefin var út í Lissabon í gær sagði að vopnahléð næði ekki til þeirra. Hétu þeir að berjast áfram uns marxista stjórnin í Angólu hefði a.m.k. fallist á að ræða við UNITA.

Pik Botha hafði þetta um vopnahléssamkomulagið að segja í gær: "Þetta er fyrsta skrefið á mjög löngum og grýttum vegi til stöðugleika á þessu mikilvæga landsvæði í Afríku."

Stríðið í Angólu hefur færst mjög í vöxt undanfarna tíu mánuði og hafa herir S-Afríku sótt mörg hundruð kílómetra inn fyrir landamæri Angólu á meðan kúbverskt herlið hefur nálgast landmærin við Namibíu. Næsta umferð friðarviðræðnanna hefst 22. ágúst.