Meitillinn hf: Gerum það sem við getum til að halda fyrirtækinu gangandi Selfossi. VIÐ gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að halda fyrirtækinu gangandi," sagði Guðmundur Sigurðsson skrifstofustjóri Meitilsins hf.

Meitillinn hf: Gerum það sem við getum til að halda fyrirtækinu gangandi Selfossi.

VIÐ gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að halda fyrirtækinu gangandi," sagði Guðmundur Sigurðsson skrifstofustjóri Meitilsins hf. Hann vildi taka þetta fram til að forðast misskilning vegna þess sem haft var eftir honum í Morgunblaðinu laugardaginn 6. ágúst um erfiðleika Meitilsins hf. í Þorlákshöfn.

Haft var eftir Guðmundi að það væri meira en full alvara að stöðva fyrirtækið. Einnig að fjármagnskostnaðurinn hefði stefnt í rúmar hundrað milljónir.

Guðmundur vildi leggja áherslu áað fjármagnskostnaðurinn myndi að óbreyttu nálgast 200 milljónir hjá fyrirtækinu. Að auki sagði hann: Uppsagnirnar eru neyðaraðgerð. Með þeim viljum við firra okkur vandræðum ef þessi rekstur þarf að stöðvast sem allir vona auðvitað aðekki verði."

- Sig. Jóns.