Lestarslys í Frakklandi: Yfirmaður ríkisjárnbrautanna segir af sér Stéttarfélög telja sparnaðar ráðstafanir orsök tíðra slysa París. Reuter.

Lestarslys í Frakklandi: Yfirmaður ríkisjárnbrautanna segir af sér Stéttarfélög telja sparnaðar ráðstafanir orsök tíðra slysa París. Reuter.

EINN maður fórst og 56 slösuðust er járnbrautarlest braust yfir hindranir á Gare de l'Est-brautarstöðinni í París á laugardaginnog lenti á voldugum málmstoðum. Þetta er í annað sinn á sex vikum að fólk týnir lífi í lestarslysi í Frakklandi og forstjórifrönsku ríkisjárnbrautanna, SNCF, afhenti samgöngumálaráðherra landsins uppsögn sína þegar á laugardag. Stéttarfélög starfsmanna járnbrautanna saka yfirvöld um að hafa vanrækt að bæta öryggisviðbúnað hjá fyrirtækinu.

Philippe Rouvillois hafði verið forstjóri ríkisjárnbrautanna síðan í febrúar. Í júní fórust 56 manns er hemlar biluðu í lest sem ók aftan á kyrrstæða lest á Gare de Lyonstöðinni í París. Michel Delebarre, samgöngumálaráðherra Frakklands, sagði á blaðamannafundi nokkrum stundum eftir slysið á laugardag að hevr sem niðurstaða rannsókna á orsökum slyssins yrði þá væri ábyrgðin hjá yfirstjórn SNCF. "Tilviljun kemur þessu hörmulega slysi ekkert við," sagði ráðherrann. Eftir slysið í júní hvatti Francois Mitterand Frakklandsforseti til þess að öryggisreglur fyrirtækja, sem önnuðust fólksflutninga, yrðu hertar til muna. Delebarre sagði að SNCF hefði ekki farið að þessum tilmælum.

Forystumenn starfsmanna ríkisjárnbrautanna sögðu á sunnudag að sparnaðaraðgerðir yfirstjórnar fyrirtækisins hefðu grafið undan öryggi farþeganna. Árið 1986 nam tap á rekstri járnbrautanna um 3,9 milljörðum franka (28 milljörðum ísl. kr.) en búist er við að það lækki í 1,5 milljarð (tæpa 11 milljarða ísl.kr.). Fjögurra ára sparnaðaráætlun, sem nú er framfylgt, gerir ráð fyrir að starfsmönnum verði fækkað um 8000 á ári.

"Fyrir fimmtán árum var ákveðið í yfirstjórn SNCF að taka áhættu - þeir töldu að slys myndu kosta þá minna en fækkun starfsfólks. Ef nú er svo komið að lestirnar okkar séu orðnar þær hættulegustu í heimi frá því að vera þær bestu í heimi þá er orsökina að finna í versnandi starfsskilyrðum," sagði reiður starfsmaður við fréttamenn. Fulltrúar stéttarfélags hans sögðu að öryggiseftirliti hefði hrakað og starfsmönnum þess hefði verið fækkað. Yfirstjórn ríkisjárnbrautanna vísar öllum slíkum ásökunum á bug.

Reuter

Björgunarmenn að störfum í braki járnbrautarlestar á Gare de lÉststöðinni í París á laugardag. Einn farþegi fórst og 56 slösuðuster lestin rann stjórnlaus á málmstoðir við brautarpall. Forstjóri ríkisjárnbrautanna, Philippe Rouvillois (innfellda myndin), sagði af sér á laugardag vegna tíðra járnbrautarslysa að undanförnu.