Sönglagabók eftir Ólaf I. Magnússon ÚT ER komin bók með 20 sönglögum eftir Ólaf I. Magnússon.

Sönglagabók eftir Ólaf I. Magnússon

ÚT ER komin bók með 20 sönglögum eftir Ólaf I. Magnússon. Flest laganna hefur Eyþór Þorláksson hljóðfæraleikari í Hafnarfirði útsett en Jónas Tómasson, fyrverandi organleikari á Ísafirði, útsetti tvö og Páll Halldórsson, fyrrverandi organleikari íReykjavík, tvö.

Fremst í bókinni eru formálsorð höfundar, en nöfn laganna eru þessi: Syngdu, Hver vill sitja og sauma?, Söknuður, Stökur, Minning, Björt nótt, Björt skal öll þín æfi, Ég kem til þín, Ég nefni nafnið þitt, Íslenskt vögguljóð, Konan, sem kyndir ofninn minn, Mamma mín, Sólarlag, Sólstöður, Sólveig, Svanasöngur á heiði, Vor menn Íslands, Vögguljóð, Æska og tjörnin og Móðurmál.

Eyþór Þorláksson skrifaði nóturnar og sá um allan frágang en bókin er prentuð íPrentstofu G. Benediktssonar og kemur út í litlu upplagi.

(Fréttatilkynning)

Ólafur I. Magnússon