Hæstiréttur: Haraldur Henrýsson hlaut embættið HARALDUR Henrýsson sakadómari hefur verið skipaður dómari í Hæstarétti frá áramótum en þá lætur Guðmundur Skaftason af störfum.

Hæstiréttur: Haraldur Henrýsson hlaut embættið

HARALDUR Henrýsson sakadómari hefur verið skipaður dómari í Hæstarétti frá áramótum en þá lætur Guðmundur Skaftason af störfum.

Haraldur hefur um skeið verið settur dómari við Hæstarétt og á dögunum var setning hans framlengd vegna frávikningar Magnúsar Thoroddsens. Samkvæmt upplýsingum úr dómsmálaráðuneytinu verður í næstu viku gengið frá því að setja annan dómara í stað Magnúsar.

Yfirsakadómarinn í Reykjavík hafði ákveðið að Haraldur yrði dómsforseti er Hafskipsmál verða dæmd í sakadómi. Ljóst þykir að endurskoða þurfi þá ákvörðun nú er Haraldur hefur hlotið skipun í Hæstarétt.

Haraldur Henrýsson