Afmæli Snæbjörn Einarsson frá Kletts búð á Hellissandi er níutíu og fimmára á morgun, 11. des. Snæbjörn er nú vistmaður á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi, ern vel, les og fylgist með öllum viðburðum og hræringum þjóðfélagsins. Hann stundaði lengst af sjó. Var skipstjóri um hríð.

Hann var kvæntur Steinunni V. Bjarnadóttur og eignuðust þau tvö börn.

Vandamenn og vinir gleðjast með honum á afmælisdaginn á Hótel Stykkishólmi.

Snæbjörn er fróður, minnugur og gaman við hann að ræða og oft tökum við okkur tíma til að minnast gamalla viðburða.

Ég vil með þessum fáu línum óska honum alls góðs og þakka honum farsæla samfylgd.

Árni Helgason