28. desember 1988 | Innlendar fréttir | 150 orð

Lýður Guðmundsson fv. hreppstjóri í Litlu Sandvík látinn

Lýður Guðmundsson fv. hreppstjóri í Litlu Sandvík látinn LÝÐUR Guðmundsson fyrrverandi hreppstjóri og bóndi í Litlu Sandvík, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands á þorláksmessu, 23. desember, 91 árs að aldri.

Lýður Guðmundsson fv. hreppstjóri í Litlu Sandvík látinn

LÝÐUR Guðmundsson fyrrverandi hreppstjóri og bóndi í Litlu Sandvík, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands á þorláksmessu, 23. desember, 91 árs að aldri. Hann verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn 30. desember kl. 13.

Lýður Guðmundsson fæddist 18. nóvember 1897 í Litlu Sandvík í Sandvíkurhreppi, sonur Guðmundar Þorvarðarsonar bónda og hreppstjóra þar, og konu hans Sigríðar Lýðsdóttur frá Hlíð í Gnúpverjahreppi. Lýður lauk búfræðinámi á Hvanneyri og var bóndi í Litlu Sandvík 1937 til 1982, síðari árin í félagsbúi við Pál son sinn.

Lýður var hreppstjóri Sandvíkurhrepps frá 1939 til 1982 og oddviti þar 1946-1970. Hann varformaður Flóaáveitufélagsins í 12 ár, og sýslunefndarmaður Sandvíkurhrepps 1946-70. Hann var formaður Nautgriparæktarfélags Árnessýslu frá stofnun þess 1943 um 12 ára skeið. Lýður var fyrsti heiðursborgari Sandvíkurhrepps frá 18. nóvember 1977.

Eftirlifandi eiginkona Lýðs er Aldís Pálsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn.

Lýður Guðmundsson.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.