Heimildarmynd um selveiðar Norðmanna: Íhuga að aflýsa veiðunum í ár Útflytjendur uggandi vegna yfirvofandi sýningar í Bandaríkjunum Ósló. Frá Nils Jörgen Bruun og Rune Timberlid, fréttariturum Morgunblaðsins.

Heimildarmynd um selveiðar Norðmanna: Íhuga að aflýsa veiðunum í ár Útflytjendur uggandi vegna yfirvofandi sýningar í Bandaríkjunum Ósló. Frá Nils Jörgen Bruun og Rune Timberlid, fréttariturum Morgunblaðsins. BÚIST var við því í gær að norska sjávarútvegsráðuneytið lykiskipun alþjóðlegrar sérfræðinganefndar sem skoða á þær aðferðir sem norskir selveiðimenn viðhafa í Norður-Íshafi og meta sannleiksgildiheimildarmyndar sem sýnd hefur verið í Bretlandi, Danmörku og Svíþjóð. Thorvald Stoltenberg, utanríkisráðherra Noregs, sagði í gær eftir ríkisstjórnarfund að nefndin þyrfti að ljúka störfum áður en selveiði tímabilið hefst í næsta mánuði. Ljóst virðist að norsk yfirvöldíhugi að aflýsa selveiðum þetta árið, þótt það hafi ekki verið staðfestopinberlega.

Heimildarmyndin "Af selum og mönnum" vakti mikla reiði og andúð á kópadrápi og aðferðum norskra selveiðimanna þegar hún var sýnd á fimmtudagskvöld í Danmörku og Bretlandi. Á sunnudag var efnt til fjölmennra mótmæla fyrir utan norska sendiráðið í Stokkhólmi, daginn eftir að myndin var sýnd þar í landi.

Að sögn Jons Lauritzens, blaðafulltrúa norska sjávarútvegsráðuneytisins, verða norskir og erlendir sérfræðingar í nefndinni sem nú er verið að skipa. Nefndarmenn munu meðal annars leita nánari upplýsinga hjá Odd Lindberg, sem gerði heimildarmyndina umtöluðu og var áður opinber eftirlitsmaður með veiðunum. Lindberg hefur neitað að láta norska sjávarútvegsráðuneytinu í té myndir þær sem hann tók síðastliðna tvo vetur og notaði við gerð heimildarmyndarinnar. Hann á nú í viðræðum við bandarískar sjónvarpsstöðvar um sölu á myndinni.

Bjarne Mørk Eidem, sjávarútvegsráðherra Noregs, segist óttast viðbrögð við heimildarmyndinni einkum ef hún verður sýnd í Bandaríkjunum. Gæti það komið niður á útflutningi Norðmanna á laxi sem fært hefur þeim milljarða norskra króna í tekjur. Sá útflutningur hefur áður beðið hnekki vegna selveiða Norðmanna.

Í gær var gerð opinber skýrsla norska landbúnaðarráðuneytinu um selveiðarnar. Þar kom fram að árlega hafa selir verið drepnir í ósamræmi við reglur stjórnvalda. Hinsvegar segja ráðuneytismenn að heimildarmynd Lindbergs sé mjög ónákvæm og illa unnin.

Danski þingmaðurinn Svend Heis elberg hefur beðið Lars P. Gammel gård, sjávarútvegsráðherra Danmerkur, að taka málið upp innan Evrópubandalagsins. Heiselberg leggur til að Norðmenn verði þvingaðir til að stöðva hinar "óleyfilegu og villimannslegu" kópaveiðar.