Hvað með togstreitu tilfinninganna? Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Þjóðleikhúsið frumsýndi Háskaleg kynni eftir Christopher Hampton, byggt á skáldsögunni Les Liaisons Dangereuses eftir Choderlos de Laclos.

Hvað með togstreitu tilfinninganna? Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Þjóðleikhúsið frumsýndi Háskaleg kynni eftir Christopher Hampton, byggt á skáldsögunni Les Liaisons Dangereuses eftir Choderlos de Laclos. Lýsing: Sveinn Benediktsson

Leikmynd og búningar: Karl Aspelund.

Þýðing: Karl Guðmundsson og Þórdís Bachmann.

Leikstjórn: Benedikt Árnason.

Spillingarlíf fransks aðalsfólks í lok átjándu aldar, brögð og klækir sem einkum snúast um að illa innrætt hertogafrú og fyrrverandi viðhald hennar og kvennabósi með vísigreifatitil koma sér saman umað greifinn fleki nokkrar stúlkur til viðbótar. Sér til skemmtunar væntanlega og hertogafrúnni til hugsvölunar, ef vera kynni hún gæti náð sér niður á væntanlegum eða fyrrverandi elskhugum sínum. Flókið? Varla svo mjög því að höfundur er nærgætinn við áhorfendur og sér til þess að vísigreifinn og "fórn arlömb" hans eru svo lengi að koma sér að efninu, að þetta hefst alltsaman.

Þetta leikrit skrifaði höfundur upp úr djarfri og frægri sögu sem skrifuð var á sögutíma verksins. Sagt er að hún hafi valdið hneykslun á sínum tíma og ekki ósennilegt. Sama verður ekki sagt um leikritið, það er ákaflega erfitt að skynja nánd þessa verks nú og þess sem það hefur að segja. Og þó er þetta margverðlaunað verk.

Samt er auðvitað hægt að íhuga togstreitu tilfinnininganna, eða ölluheldur afneitun þeirra, það gæti borið í sér næga dramatík til að vekja áhuga á "siðfágaðri úrkynjun yfirstéttarinnar", ef úrkynjunin áað birtast í þessum leik þeirra vísi greifans og hertogafrúarinnar, sem er að vísu dálítið erfitt að festa hugann við og það sem er öllu verra; mér var engin leið að hafa samúð með þessu fólki, þó að skynja megi snautlegt líf þess og tómt.

Sýning Þjóðleikhússins varð ekki til hjálpar þessu leikverki. Fyrst leyfi ég mér að nefna að leikmyndin var rýr og mögur. Nokkrir Lúðvíksstólar færðir til og frá um sviðið milli atriða, tjöld við glugga og dyr ósköp fjarri að vera glæsileg, virkuðu hálflufsuleg og krump uð. Fatnaður leikara var í litlausara lagi, og er þá kurteislega til orða tekið. Leikstjóri hefur ekki á hreinu - eða það skilaði sér ekki á frumsýningunni að mínum dómi - hverskonar sjónleik er verið að færa upp. Er þetta hádramatískur sjónleikur, með ívafi kímni og ádeilu? Eða fáránleikur einn saman? Eða eitthvað annað? Sum atriðin, sem voru samkvæmt texta langt frá þvíað vera fyndin, vöktu hlátur og/eða vandræðalegt fliss. Atriði þar sem ádeilan var hvað nístingslegust náðu ekki tilgangi sínum, því að allt í einu var farið að leika í allt annarri tóntegund. Staðsetningar báru ekki vott um hugmyndaauðgi og er það furðulegt, því að Benedikt Árnason hefur oft verið öðrum flínkari hvað þær varðar. Þá eru leikarar látnir vera alltof innarlega á sviðinu, án þess séð verði, hvaða meiningu það hefur.

Ragnheiður Steindórsdóttir er markgreifafrú Merteuil, það mikla flagð. Ragnheiður leikur af reisn og áhuga. Hún hefur lítillar hjálpar notið í mótun hlutverksins og erfitt að trúa á takmarkalausa illsku hennar. Gervi hennar og þó einkum andlitsförðun er út í hött. Pálmi Gestsson fer með hlutverk þess slóttuga vísigreifa sem verður fyrir þeirri reynslu að upplifa sannar tilfinningar í garð konu, en áttar sig ekki á því fyrr en eftir æðistund og nokkrar aðrar flekanir. Pálmi sýndi athyglisverðan leik í mörgum atriðum, honum tókst ekki frekaren Ragnheiði með hertogafrúna að ná fram nógu sannfærandi úr þvætti úr vísigreifanum. Aftur á móti hafði hann ágæta sviðsfram göngu og sýndi viðkunnanlega einlægni þegar tilfinningatogstreitan ætlar að gera út af við hann.

Helga Jónsdóttir hafði hvað þokkalegast gervi, var skýrmælt og óþvinguð, en lítið meira. Lilja Þórisdóttir var í gervi Madame de Tour vel, sem er konan sem breytir vísi greifanum. Hún var ágætlega prúð og siðsöm í framkomu, lék á lægri nótunum, sem mér fannst rétt. Á hinn bóginn fór meira en lítið úrskeiðis þegar geðshræringarnar gagntaka hana. Herdís Þorvaldsdóttir var gamla frúin og gerði hana snyrtilega úr garði og María Ellingsen var stúlkan Cecile og átti góða spretti, en ekki sérlega sannfærandi í einfeldningsskapnum, en kannski rétt túlkun, vísast að Cecile sé ekki öll þar sem hún er séð. Halldór Björnsson var af leikstjóra gerður alltof bjálfalegur, Randver Þorláksson verður að gæta sín á tilgerðarlegri framsögn. Sólveig Pálsdóttir fór af lipurð og hæfilegri stílfærslu með hlutverk Emilie gleðikonu. Auk þeirra var svo hópur þjónustuliðs sem gekk öðru hverju inn og út og átti sameiginlegt að vanda sig og vera í fádæma kauða legum búningum.

Baráttan við tilfinningarnar, afneitun þeirra ellegar misþyrming ætti að hafa sína skírskotun. Jafnvel hjá frönsku yfirstéttarfólki á átjándu öld. En þá verður að vekja áhuga, þá verður að hafa einhvern púnkt að leggja upp frá og helst vita að hvaða púnkti á að stefna.

Pálmi Gestsson sem vísigreifinn.

Sviðsmynd, talið frá vinstri: Herdís Þorvaldsdóttir, Pálmi Gestsson, Lilja Þórisdóttir og Helga Jónsdóttir