Forstjóri Gr¨angers: Álver á Íslandi dýrara en við töldum Hagkvæmniskönnuninni fyrir ATLANTAL-hópinn er nú lokið og hafa forráðamenn fyrirtækjanna fjögurra fengið niðurstöður hennar í hendur.

Forstjóri Gr¨angers: Álver á Íslandi dýrara en við töldum Hagkvæmniskönnuninni fyrir

ATLANTAL-hópinn er nú lokið og hafa forráðamenn fyrirtækjanna fjögurra fengið niðurstöður hennar í hendur. Per Olof Aronson, forstjóri Gr¨angers aluminium í Stokkhólmi, eins af fyrirtækjunum fjórum, segir að samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar líti út fyrir að nýtt álver á Íslandi sé dýrara í uppbyggingu en þeir töldu í upphafi.

Per Olof Aronson vill að öðru leyti ekki tjá sig efnislega um niðurstöður könnunarinnar að svo stöddu. Hann segir að ástæður þessað álverið sé dýrara en þeir töldu felist í því að hin mikla þensla, sem verið hefur í efnahagslífi á Vesturlöndum seinni hluta þessa áratugs, geri það að verkum að öll aðföng til verksmiðjunnar séu orðin dýrari.

"Í könnuninni eru settir fram nokkrir möguleikar í tengslum við álverið og við munum ræða þá í þessari viku. Fyrr en þeim viðræðum er lokið vil ég ekki gefa út neinar yfirlýsingar um þetta mál," segir Per Olof Aronson.

Fyrirtækin fjögur sem mynda ATLANTAL-hópinn eru, auk Gr¨angers, Alusuisse í Sviss, Alum ined Beheer í Hollandi og Austria Metall. Hagkvæmniskönnunin var unnin af Bechtel Inc., bandarísku ráðgjafarfyrirtæki í San Fransisco.

Íslenskum yfirvöldum hefur enn ekki borist eintak af könnuninni en þau fá það væntanlega mjög bráðlega.