Ólafsfjörður: Frystihúsin sameinuð HRAÐFRYSTIHÚS Ólafsfjarðar hf. keypti í gær frystihús, rækjuverksmiðju, saltfiskverkun og hlut Hraðfrystihúss Magnúsar Gamalíelssonar hf. á Ólafsfirði í ísfisktogaranum Ólafi Bekk fyrir samtals 100 milljónir króna, að...

Ólafsfjörður: Frystihúsin sameinuð

HRAÐFRYSTIHÚS Ólafsfjarðar hf. keypti í gær frystihús, rækjuverksmiðju, saltfiskverkun og hlut Hraðfrystihúss Magnúsar Gamalíelssonar hf. á Ólafsfirði í ísfisktogaranum Ólafi Bekk fyrir samtals 100 milljónir króna, að sögn Svavars B. Magnússonar framkvæmdastjóra Magnúsar Gamalíelssonar.

"Hraðfrystihús Ólafsfjarðar yfirtók skuldir Hraðfrystihúss Magnúsar Gamalíelssonar að fjárhæð 95 milljónir króna. Hraðfrystihús Ólafsfjarðar átti fyrir frystihús, saltfiskverkun, bræðslu og hlut í togaranum Ólafi Bekk. Hraðfrystihús Magnúsar Gamalíelssonar á áfram frystitogarann Sigurbjörgu og bátinn Snæbjörgu," sagði Svavar B. Magnússon í samtali við Morgunblaðið.