Grænlandsfréttir: Reka áfram herstöð og flugvöll í Syðra-Straumfirði Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. BANDARÍSK stjórnvöld hafa lofað Grænlendingum, að þeir muni halda áfram rekstri herstöðvarinnar í Syðri-Straumfirði.

Grænlandsfréttir: Reka áfram herstöð og flugvöll í Syðra-Straumfirði Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.

BANDARÍSK stjórnvöld hafa lofað Grænlendingum, að þeir muni halda áfram rekstri herstöðvarinnar í Syðri-Straumfirði. Einnig munu Bandaríkjamenn sem fyrr reka þann hluta flugvallarins þar, sem SAS, Grönlandsfly o.fl. flugfélög nota vegna farþegaflugs.

Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku landstjórnarinnar, greindi frá því á fréttamannafundi í Nuuk, að rekstur herstöðvarinnar og flugvallarins kostaði Bandaríkjamenn 175 milljónir dollara á ári (um 8,7 milljarðar ísl. kr.).

Flogið hafði fyrir, að Bandaríkjamenn ætluðu að hætta allri starfsemi í Syðri-Straumfirði smámsaman. Herstöðin þar hefur verið birgðastöð fyrir ratsjárstöðvarnar í landinu, en mikilvægi hennar hefur minnkað verulega, eftir að Thulestöðin var sett í nútímahorf. Bandaríkjamenn hafa síðan unnið að þvíað taka niður ratsjárstöðvarnar í DEW-kerfinu á meginlandsísnum, og vakti það ugg hjá Grænlendingum um, að þeir mundu einnig hætta rekstri flugvallarins.

Verið að semja

um fiskveiði-

kvóta við EB

Á fyrrnefndum fréttamannafundi í Nuuk sagði formaður grænlensku landstjórnarinnar einnig, að hann vonaðist til, að unnt yrði að ljúka við gerð fiskveiðisamnings við Evrópubandalagið fyrir sumarið, svo að unnt yrði að fjalla um hann á haustönn landsþingsins.

Hann sagði, að samningamönnum EB hefði gengið erfiðlega aðskilja, að Grænlendingar gætu ekki séð af rækjukvóta.

- En við erum reiðubúnir að bjóða þeim kvóta í öðrum fisktegundum, sagði Motzfeldt.

Samkvæmt þeim samningi, sem nú er að renna út, greiðir EB 215 milljónir danskra króna ár hvert fyrir fiskveiðiréttindi við Grænland.

Drottningin kemur

á tíu ára afmæli

heimastjórnarinnar

MARGARETHE drottning og Henrik prins munu koma í opinbera heimsókn til Grænlands í sumar og taka þátt í hátíðahöldum vegna tíu ára afmælis heimastjórnarinnar. Þau verða í Grænlandi frá 19. júní til 6. júlí.

Drottningin og prinsinn fljúga til Syðri-Straumfjarðar og sigla þaðan til Nuuk með konungsskipinu Dannebrog. Þar verða þau á þjóðhátíðardaginn, 21. júní, þegar hátíðarhöldin standa sem hæst. Þvínæst verður farið sjóðleiðis til Frederikshåb, bækistöðvar danska flotans í Grønnedal og Julianehåb. Frá Suður-Grænlandi liggur leiðin svo norður á bóginn til Thulehéraðsins, og fara Margarethe og Henrik þá meðal annars til nyrstu byggðar Grænlands, Siorapaluk.

Reuter