Sovétríkin: Nýbreytni í sögukennslu Moskvu. Reuter.

Sovétríkin: Nýbreytni í sögukennslu Moskvu. Reuter.

PRÓF í sagnfræði í framhaldsskólum í Sovétríkjunum verða innan tíðar lögð fram á nýjan leik en fyrir átta mánuðum var prófum slegið á frest vegna endurmats sem gert var á sögu landsins, að sögn dagblaðs kommúnistaflokksins, Prövdu.

Það þykir miklum tíðindum sæta að nemendum mun gefast kostur á því að velja úr tuttugu viðfangsefnum á prófinu og að þeim verður ekki veitt ofanígjöf fyrir að skoða söguna frá öðrum sjónarhóli en ráð hefur verið gert fyrir. Framhaldsskólanemendur fá með haustinu viðauka með sögubókum sínum og á viðaukinn að bæta söguþekkingu nemenda, að sögn skólasérfræð inga.

Í viðaukanum verður fjallað um valdabaráttuna skömmu fyrir byltingu bolsevikka sem hófst árið 1917, undirokunina á stalínstíma bilinu og um hinn brottrekna leiðtoga landsins, Níkíta Khrústsjov.

Að sögn Prövdu verður nemendum heimilt að nota hvaða bækur, tilvísunarefni og handbækur sem þeir kjósa á meðan þeir þreyta sögu prófið.