Ólöf S. Magnúsdóttir Sunnudagsmorguninn 5. febrúar barst okkur sú harmafregn að sonardóttir mín og frænka okkar Ólöf Sæunn Magnúsdóttir hefði látist snögglega. Ólöf Sæunn var dóttir hjónanna Einínu F. Einarsdóttur og Magnúsar Jónssonar en hann lést langt um aldur fram fyrir rúmlega þremur árum. Á svo ótímabærri sorgar- og saknaðarstundu verða minningarnar áleitnar, ásamt óteljandi spurningum sem aldrei verður svarað. Af hverju? Hvers vegna? Er einhver tilgangur með þessu?

Ólöf litla var elst af fjórum systkinum, þeim Brynhildi Rósu, Helenu Björk og einkabróðurnum Magnúsi. Ólöf litla segjum við þó hún hafiverið tuttugu og tveggja ára þegar kallið kom, en við minnumst hennar best þegar hún var lítil telpa með ljósu lokkana sína og fallega brosið er hún kom daglega til ömmu og afa og systkinanna á Erluhrauninu. Hún var fyrsta barnabarnið í báðum fjölskyldum, yndi allra og eftirlæti, enda var hún glaðlynt og blítt barnað eðilsfari og miðlaði hún því óspart öðrum og ekki hvað síst foreldrum og systkinum í langvarandi veikindum föður síns.

Stuttu eftir lát föður síns kynnist Ólöf Sæunn Kristjáni Magnúsi Hjaltested og opinberuðu þau trúlofun sína 29. desember sl. Ólöf Sæunn hafði lokið námi í hárgreiðslu frá Iðnskólanum í Reykjavík og nýverið opnað hárgreiðslustofu og naut handlagni og smekkvísi hennar sín þar vel sem og annars staðar.

Með trega í hjarta kveðjum við elskulegu telpuna okkar vitandi þess að leiðir okkar allra eiga eftirað mætast á ný.

Elsku Kidda, Einínu, Binnu, Helenu og Magnúsi og öðrum ættingjum og vinum vottum við okkar dýpstu samúð og viljum við minna á orð spámannsins sem segir: "Þeg ar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín."

Amma Rósa og

föðursystkini.