Ólöf Sæunn Magnúsdóttir Okkur, sem enn erum ung og eigum fyrir höndum að erfa landið, er tamt að líta á dauðann mjög óraunhæfum augum. Dauðinn er eitthvað fjarlægt, eitthvað óraunhæft, eitthvað framandi, em hendir ekki ungt og heilsuhraust fólk í blóma lífsins. Þess vegna finnst okkur sárt að hugsa til þess að stóra systir skuli vera tekin frá okkur. Hún sem geislaði af hamingju, ný búin að trúlofast Kidda sínum og lífið blasti við þeim. Alveg frá þvíað Ólöf byrjaði að læra í iðnskólanum áttu hún sér þann draum að opna sína eigin hárgreiðslustofu, og með hjálp Kidda varð sá draumur að veruleika í nóvember á síðastaári.

Elsku Kiddi, við biðjum algóðan guð að styðja þig og blessa í þessari miklu sorg, og megi bjartar minningar um okkar elskulegu Ólöfu hlýja þér um hjartarætur.

Elsku besta mamma, guð styrki þig á þessari erfiðu stundu.

Nú legg ég augun aftur,

ó, guð þinn náðar kraftur

mín veri vörn í nótt.

Æ, virzt mig að þér taka,

mér yfir láttu vaka

þinn engil, svo ég sofi rótt.

(Foersom - Sb. 1871-S.Egilsson)

Guð varðveiti minningu systur okkar.

Binna, Helena og Magnús