Minning: Ólöf S. Magnúsdóttir hárgreiðslumeistari Fædd 26. nóvember 1966 Dáin 5. febrúar 1989 Mig langar með fáeinum orðum að minnast ástkærrar vinkonu minnar, Ólafar S. Magnúsdóttur, sem lést þann 5. febrúar síðastliðinn.

Það er ekki auðvelt að setja niður á blað þær hugsanir sem komafram þegar góð vinkona er hrifin burt í blóma lífsins. En ég ætla að minnast hennar með þeim skemmtilegu stundum sem við áttum saman.

Leiðir okkar lágu fyrst saman í hárgreiðsludeild Iðnskólans í Reykjavík, haustið 1984, en þar vorum við á síðustu námsönn í hárgreiðslu. Ólöf hafði verið í Iðnskólanum í Hafnarfirði en kom tilReykjavíkur til að taka síðustu önnina. Við fórum fljótlega að veramikið saman í skólanum ég, Ólöf, Svava og Hrefna, sem einnig voru að læra hárgreiðslu. Við fjögur eyddum miklum tíma saman þetta haust og mun ég aldrei gleyma þeim stundum sem við áttum saman innan sem utan skólans. Eftir að skólanum lauk héldum við hópinn enda öll með sama áhugamálið þarsem hárgreiðslan var. Það voru ófá skiptin sem við hittumst á hár greiðslusýningum enda var Ólöf ákveðin í að ná langt í sínu fagi.

Ólöf hafði allt sem til þarf, dugnað, vilja og lífshamingju enda var hún alltaf jafn hress og skemmtileg og það er þannig sem ég ætla að geyma hana í huga mínum og ég veit að þannig munu aðrir sem hana þekktu einnig minnast hennar. Megi Guð gefa unnusta hennar, fjölskyldu og ástvinum styrk á þessari erfiðu stundu.

Aðalsteinn Aðalsteinsson