ALLAR íslenskar grænmetistegundir nema seljurót og blaðlaukur eru komnar á markað og að sögn Kolbeins Ágústssonar hjá Sölufélagi garðyrkjumanna eru flestar tegundir viku fyrr á ferðinni en í fyrra. Reiknað er með að blaðlaukur og seljurót komi á markað í töluverðu magni um 10. ágúst, þ.e. ef veður helst áfram milt og gott.
Flestar íslenskar grænmetistegundir komnar á markað

ALLAR íslenskar grænmetistegundir nema seljurót og blaðlaukur eru komnar á markað og að sögn Kolbeins Ágústssonar hjá Sölufélagi garðyrkjumanna eru flestar tegundir viku fyrr á ferðinni en í fyrra.

Reiknað er með að blaðlaukur og seljurót komi á markað í töluverðu magni um 10. ágúst, þ.e. ef veður helst áfram milt og gott.

Kolbeinn segir grænmetið á sama verði og í fyrra, en bætir við að það komi nú í verslanir af meira krafti en oft áður, þannig að búast má við að verðið lækki á næstunni með auknu framboði.

Hann segir að þar sem skilyrði til ræktunar hafi verið mjög hagstæð í ár sé grænmetið sérstaklega safaríkt og gott.

Morgunblaðið/Sigurður Jónsson