Annarrar deildar lið Þórs á Akureyri var fyrsta liðið af fjórum sem veitt var upp úr pottinum í gær þegar dregið var til undanúrslita í karlaflokki í bikarkeppni KSÍ. Andstæðingar þeirra á Akureyrarvelli verða Íslandsmeistarar ÍA. Í hinum leik umferðarinnar mætast bikarmeistarar KR og ÍBV í Vestmannaeyjum. Báðir leikirnir fara fram sunnudaginn 28. júlí og hefjast klukkan 19.
Bikarmeistarar

KR fara til Eyja Annarrar deildar lið Þórs á Ak ureyri var fyrsta liðið af fjór um sem veitt var upp úr pottinum í gær þegar dregið var til undanúrslita í karlaflokki í bikarkeppni KSÍ. Andstæðingar þeirra á Akureyrarvelli verða Íslandsmeistarar ÍA. Í hinum leik umferðarinnar mætast bikarmeistarar KR og ÍBV í Vestmannaeyjum. Báðir leikirnir fara fram sunnudaginn 28. júlí og hefjast klukkan 19.

"Þór er hugsanlega þægilegri mótherji en annaðhvort ÍBV eða KR, en það hefur sýnt sig að liðið er til alls líklegt í bikarkeppninni," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA. "Við förum í þennan leik af fullri varúð, en við ætlum okkur áfram."

Er KR-liðið óskalið í úrslitum?

"Það er undir KR-ingum komið, en við ætlum okkur í úrslitaleikinn."

Lúkas Kostic þjálfari KR var sáttur við að dragast gegn ÍBV en sagðist hafa kosið heimaleik. "Okkur gekk vel á móti þeim í deildinni nýlega en þetta er önnur keppni og aðrar forsendur. Margir af mínum strákum hafa verið í úrslitum tvö síðastliðin ár og vilja gjarnan vera þar þriðja árið. En ég get lofað hörkuleik því þarna mætast tvö hörkulið sem ekkert munu gefa eftir," sagði Lúkas.

"Það má kannski segja að þetta hafi verið það versta sem gat fyrir okkur komið að dragast gegn KR því við töpuðum illa fyrir þeim á dögunum," sagði Atli Eðvaldsson þjálfari ÍBV. "Það er skýrt að ef við ætlum að leggja KR í þessum leik verðum við að bæta margt hjá okkur sem miður fór í þeim leik. Takist það verður allt í lagi svo fremi sem KR leikur ekki enn betur en þá. Óskaliðið var Þór, en það voru aðrir sem fengu þá."

Einnig var í gær dregið í undanúrslitum í bikarkeppni kvenna og þar drógust Íslandsmeistarar Breiðabliks gegn ÍA og fá Blikastúlkur heimaleik. Í hinum leiknum tekur Stjarnan á móti bikarmeisturum Vals í Garðabæ. Kvennaleikirnir fara fram fimmtudaginn 8. ágúst klukkan 18.30.