BRASILÍUMENN, með þrjá leikmenn úr heimsmeistaraliðinu frá Bandaríkjunum 1994 ­ Bebeto, Flamingo, Aldair, Roma, og Rivaldo, La Coruna, eru sigurstranglegastir í knattspyrnukeppninni á ÓL. Brasilíumenn léku vel þegar þeir unnu heimsliðið í New Jersey um sl. helgi, 2:1. "Ég sé ekki annað en Brasilíumenn hafi mikla möguleika á að tryggja sér gullið í Atlanta.

Stjörnu-

leikmenn

BRASILÍUMENN, með þrjá leikmenn úr heimsmeistaraliðinu frá Bandaríkjunum 1994 ­ Bebeto, Flamingo, Aldair, Roma, og Rivaldo, La Coruna, eru sigurstranglegastir í knattspyrnukeppninni á ÓL. Brasilíumenn léku vel þegar þeir unnu heimsliðið í New Jersey um sl. helgi, 2:1. "Ég sé ekki annað en Brasilíumenn hafi mikla möguleika á að tryggja sér gullið í Atlanta. Þeir hafa léttleikandi leikmenn, sem eru frábærir með knöttinn," sagði Richard Möller Neilson, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, sem stjórnaði heimsliðinu. "Brasilíumenn leika mjög góðan varnarleik, leikmenn eru fljótir og þeir leika mjög vel saman."

Fyrir utan heimsmeistarana þrjá eru í hópnum Ronaldo, sem Barcelona keypti frá Eindhoven á 1,5 milljarða ísl. kr. á dögunum, Giovanni Silva og Barcelona. Sextán þjóðir taka þátt í ÓL, en leikið er í fjórum riðlum í sex borgum; Birmingham, Washington, Orlando, Miami, Athens og Atlanta. Með Brasilíu í D-riðli eru Ungverjaland, Japan og Nígería. Nígeríumenn eru með marga kunna leikmenn í liði sínu, eins og Kanu, Ajax, Amunike, Sporting Lissabon, Okocha, Fenerbahce, Amokachi, Everton, Oliseh, Köln og Akpoborie, Hansa Rostock.

Ítalía leikur í C-riðli með Ghana, Mexíkó og Suður-Kóreu. Margir snjallir leikmenn leika með ítalska liðinu, eins og Pagliuca, Inter Mílanó, Panucci, AC Milan, Massimo Crippa, Parma og Marco Branca, Inter Mílanó. Með landsliði Ghana leika tveir leikmenn sem leika í Þýskalandi ­ Kuffour, Bayern M¨unchen, og Akonnor, Fortuna Köln.

Spánverjar eru taldir sigurstranglegastir í B-riðli, þar sem mótherjar þeirra eru Frakkar, Saudi-Arabar og Ástralíumenn. De le Pena, Barcelona og Lardin, Espanyol, eru kunnastir í liði Spánverja, en Vieira, Ajax, og Markelele, Nantes, þekkastir hjá Frökkum.

Bandaríkin, Argentína, Poprtúgal og Túnis leika í A-riðli. Lalas, sem leikur nú með New England Revolution og Reyna, Bayern Leverkusen, eru þekktustu leikmenn Bandaríkjamanna, en kunnastir í liði Argentínu eru Chamot, Lazíó, Sensini, Parma og Simeone, Atletico Madrid.