lympíuleikarnir í Atlanta eru þeir 24. í röðinni síðan nútímaólympíuleikar fóru fyrst fram - í Aþenu fyrir 100 árum. ukkudýr Ólympíuleikanna, Izzy, er nú orðið ein helsta tekjulind leikfangaframleiðenda í Bandaríkjunum.
lympíuleikarnir í Atlanta eru þeir 24. í röðinni síðan nútímaólympíu leikar fóru fyrst fram - í Aþenu fyrir 100 árum.

ukkudýr Ólympíuleikanna, Izzy, er nú orðið ein helsta tekjulind leik fangaframleiðenda í Bandaríkjunum. Izzy-dúkkur seljast eins og heitar lummur og auk þess hafa verið framleiddir stuttermabolir, minjagripir og jafnvel barmmerki með myndum af Izzy.

fir 60.000 máltíðir þarf að útbúa á degi hverjum fyrir alla þá fjöl mörgu keppendur, þjálfara og starfsmenn, sem á Ólympíuleikunum verða. Þá er talið að um 660.000 lítrar af svaladrykkjum muni hverfa ofan í þyrsta íþróttamennina daglega.

ikið álag hefur hvílt á Framkvæmdanefnd Ólympíuleikanna síðustu vikurnar því margt þurfti að undirbúa og marga lausa enda að binda. Það sem nefndin þurfti m.a. að gera var að útvega rúmlega 900.000 einkennisbúninga fyrir starfsmenn keppninnar, koma upp sjúkraaðstöðu víðs vegar í ólympíuþorpinu og láta búa til tæplega 2.000 verðlaunapeninga - gull, silfur og brons.

arís, London, Los Angeles og Stokkhólmur eru einu fjórar borg irnar í heiminum þar sem nútímaólympíuleikar hafa farið fram tvisvar. Árin 1900 og 1924 voru þeir haldnir í París, 1908 og 1948 í London, 1932 og 1984 í Los Angeles og 1912 og 1956 í Stokkhólmi.

fyrsta sinn á Ólympíuleikum geta nú þátttakendur leikanna fengið nudd sér að kostnaðarlausu. 130 nuddarar eru að störfum í ólympíuþorpinu og eru þeir taldir meðal þeirra bestu í Bandaríkjunum.

m það bil 150 sjálfboðaliðar á leikunum vinna við það eitt að leysa úr tungumálaerfiðleikum þeirra, sem í ólympíuþorpinu búa. Hittist fólk af mismunandi þjóðernum, sem ekki getur gert sig skiljanlegt hvert við annað getur það hringt í sérstakt símanúmer og sjálfboðaliðarnir munu þá reyna eftir bestu getu að leysa úr vandamálinu.

íklega hefði Bandaríkjamaðurinn Charles Fram aðeins hlegið ef hann hefði verið spurður fyrir 70 árum hvort hann væri tilbúinn að bjóða fram krafta sína á Ólympíuleikunum 1996 og sagt að enginn myndi lifa svo lengi. Hann hendir þó ekki gaman að þessu í dag því kappinn er elsti sjálfboðaliðinn á leikunum - 94 ára gamall.

kki skiptir nú máli hvort þátttakendur á Ólympíuleikunum eru kristnir, búddistar, hindúar, gyðingar eða múslimar því komið hefur verið upp nokkrum trúarmiðstöðvum í ólympíuþorpinu þar sem iðka má hin ýmsu trúarbrögð.

nnan Alþjóða ólympíunefndarinnar hefur nú mikið verið rætt upp á síð kastið hvort Ólympíuleikarnir séu að breytast í eina allsherjar auglýsingabrellu og þar með að missa gildi sitt sem stærsti íþróttaviðburður heims. Forseti Framkvæmdanefndar Ólympíuleikanna segir þó að menn þurfi engar áhyggjur að hafa því auglýsingarnar séu aðeins eðlilegur hluti af jafn stórum viðburði og Atlanta-leikarnir eru.

ostnaður við Ólympíuleikana er talinn muni nema u.þ.b. 1,58 millj örðum króna og mun Framkvæmdanefnd leikanna sjá um að greiða alla þá upphæð. Á móti koma svo í kassa nefndarinnar tekjur vegna sölu sjónvarpsréttar, miðasölu og sölu á ýmiss konar varningi í ólympíuþorpinu auk styrkja frá hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum.

ðeins tveir staðir í Atlanta munu bjóða upp á ókeypis bílastæði fyr ir almenning og verða því flestir hinna fjölmörgu ferðamanna, sem sækja borgina heim að ferðast með strætisvögnum og lestum til að komast leiðar sinnar meðan á Ólympíuleikunum stendur.

úmlega 40.000 sjálfboðaliðar munu leggja starfsmönnum Ólympíuleikanna lið næstu tvær og hálfa vikuna og hefur Framkvæmdanefnd leikanna nú verið að safna til sín sjálfboðaliðunum í hálft ár.