Eyjafjarðarsveit-HREPPSNEFND Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi í fyrradag, að leggja niður skólasel sem starfrækt hefur verið undanfarin ár í Sólgarði fyrir nemendur í 1. til 3. bekk. Í Sólgarði var áður barnaskóli Saurbæjarhrepps fyrir sameiningu hreppanna 1991. Innan við tíu nemendur hafa verið í selinu og kostnaður þar af leiðandi mikill á hvern nemanda.
Skólasel í Sól-

garði lagt niður

Eyjafjarðarsveit - HREPPSNEFND Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi í fyrradag, að leggja niður skólasel sem starfrækt hefur verið undanfarin ár í Sólgarði fyrir nemendur í 1. til 3. bekk.

Í Sólgarði var áður barnaskóli Saurbæjarhrepps fyrir sameiningu hreppanna 1991. Innan við tíu nemendur hafa verið í selinu og kostnaður þar af leiðandi mikill á hvern nemanda. Fimm hreppsnefndar menn samþykktu að leggja selið niður en tveir voru á móti. Akstur með nemendur sem lengst eiga að fara í skólann að Hrafnagili er um 30 kílómetrar en þar hefur nú allt skólahald í Eyjafjarðarsveit verið sameinað.