SVIÐSVERKIÐ Fjórði söngur Guðrúnar verður frumflutt í Kaupmannahöfn næstkomandi miðvikudag, 24. júlí, en öll tónlist verksins er eftir Hauk Tómasson tónskáld. Að uppfærslunni stendur Opera Nord en um er að ræða umfangsmesta viðburðinn sem boðið verður upp á í Menningarborg Evrópu 1996. Uppsetningin mun kosta um átta milljónir danskra króna eða tæpar 90 milljónir íslenskra króna.
Menningarborg Evrópu 1996 Tónverk

Hauks

frumflutt

SVIÐSVERKIÐ Fjórði söngur Guðrúnar verður frumflutt í Kaupmannahöfn næstkomandi miðvikudag, 24. júlí, en öll tónlist verksins er eftir Hauk Tómasson tónskáld. Að uppfærslunni stendur Opera Nord en um er að ræða umfangsmesta viðburðinn sem boðið verður upp á í Menningarborg Evrópu 1996.

Uppsetningin mun kosta um átta milljónir danskra króna eða tæpar 90 milljónir íslenskra króna. Er hún svo dýr, viðamikil og flókin að ekki varð ljóst fyrr en um síðustu áramót að af henni gæti orðið en hugmyndin að uppsetningunni var kynnt Hauki fyrir þremur árum.Ragnarök/B16