GUÐMUNDUR Páll Ólafsson hefur opnað sýningu á ljósmyndum í anddyri Norræna hússins. Kallast hún óreGla, óRegla, óregla og er byggð á náttúrulegum formum sem eru óregluleg eða fela í sér óreiðu. Guðmundur er fæddur á Húsavík 1941. Hann hefur stundað háskólanám í Bandaríkjunum í raun- og listgreinum, m.a. við University of New Hampshire og Livingston State University í Alabama.
Óregla í Norræna húsinu

GUÐMUNDUR Páll Ólafsson hefur opnað sýningu á ljósmyndum í anddyri Norræna hússins. Kallast hún óreGla, óRegla, óregla og er byggð á náttúrulegum formum sem eru óregluleg eða fela í sér óreiðu.

Guðmundur er fæddur á Húsavík 1941. Hann hefur stundað háskólanám í Bandaríkjunum í raun- og listgreinum, m.a. við University of New Hampshire og Livingston State University í Alabama. Hann útskrifaðist frá Ohio State University. Hann hefur stundað myndlistarnám við Columbus College of Art and Design, og ljósmyndun í Svíþjóð við Stockholms Fotografiska Skola.

Guðmundur hefur unnið ýmis störf, til dæmis við kennslu og skólastörf, ritstörf, náttúruljósmyndun, kvikmyndagerð, trésmíðar, teikni- og hönnunarvinnu.

Sýningin er í anddyri Norræna hússins, og stendur til 14. ágúst.