Forsíðan Nú stendur yfir í Listasfni Kópavogs yfirlitssýning Sigurðar Örlygssonar. Myndin sem hér er birt er með því nýjasta frá hendi listamannsins. Hún heitir "Endurfæðing" og er frá 1994-96. Það er hluti myndarinnar sem hér sést. Lesbók/Þorkell. Minjar
efni 20. júlíForsíðan

Nú stendur yfir í Listasfni Kópavogs yfirlitssýning Sigurðar Örlygssonar. Myndin sem hér er birt er með því nýjasta frá hendi listamannsins. Hún heitir "Endurfæðing" og er frá 1994-96. Það er hluti myndarinnar sem hér sést.

Lesbók/Þorkell.Minjar um menningu og atvinnulíf fyrri áratuga geta orðið hagnýtt verðmæti, enda er ferðaþjónusta sú atvinnugrein sem mestar vonir eru bundnar við. Þessar mijar eru um allt land og um þær skrifar Hjörleifur Stefánsson arkitekt, sem sjálfur hefur átt þátt í að gera upp merkileg og sögufræg hús.Finnur Magnússon náði því háa þrepi í embættismennsku á öldinni sem leið að verða leyndarskjalavörður í Kaupmannahöfn. Hann komst í kynni við þýzka landkönnuðinn Alexander von Humboldt og saman fóru þeir í konunglegri fylgd um Kaupmannahöfn. Um samband leyndarskjalavarðarins og landkönnuðarins skrifa Helga Skúladóttir og Sigfús A. Schopka.

Árbók Ferðafélags Íslands er komin út og fjallar um afrétti Hreppamanna og Flóamanna og að hluta um byggð í Hreppunum. Hún heitir Ofan hreppafjalla og er eftir Ágúst Guðmundsson jarðfræðing. Að vanda birtir Lesbók kafla úr bókinni og er gripið niður þar sem Ágúst segir frá afrétti Gnúpverja í máli og myndum.

Vopnaðar

konur í spænsku borgarastyrjöldinni eru efni greinar eftir Þorra Jóhannsson. Um þessar konur hefur nú verið gerð rómuð kvikmynd, en þær gripu til vopna til að verja nýfengin réttindi sín. Um þessar mundir eru liðin 60 ár frá upphafi borgarastyrjaldar á Spáni.