MYNDUNUM hefur verið raðað óskipulega á veggina, þær hanga á nöglum og ekkert öryggiskerfi er sýnilegt. Verkin eru eftir marga helstu meistara myndlistarinnar; Picasso, Miro, Matisse, Chagall, Modigliani, Dali, Dubuffet, Klee, Magritte, Braque, Kandinsky, svo fáeinir séu nefndir. Höggmyndir eftir Henry Moore eru á gólfi og leirlist eftir þekkta listamenn.
Eigandi 15.000 listaverka opnar heimili sitt "Öðruvísi

safn"

MYNDUNUM hefur verið raðað óskipulega á veggina, þær hanga á nöglum og ekkert ör yggiskerfi er sýnilegt. Verkin eru eftir marga helstu meistara myndlistarinnar; Picasso, Miro, Matisse, Chagall, Modigliani, Dali, Dubuffet, Klee, Magritte, Braque, Kandinsky, svo fáeinir séu nefndir. Höggmyndir eftir Henry Moore eru á gólfi og leirlist eftir þekkta listamenn. Sérkennilegt safn, sem er ekki síður óvenjulegt fyrir þá sök að eigandi þess býr í því.

Safn þetta er í ítalska bænum Lido di Spina, um 120 km frá Feneyjum og eigandinn heitir Remo Brindisi, 78 ára gamall auðugur sérvitringur, sem blaðamaður Politiken heimsótti fyrir skemmstu í "Museo Alternativo" sem útleggst líklega sem "Öðruvísi safn".

Eins og risastórt baðherbergi

Byggingin sem hýsir safnið og Brindisi minnir einna helst á verk Corbusier og Bauhaus-stílinn en það er hugarsmíð arkitektsins Nanda Vigo. Hvítar flísar eru í hólf og gólf og speglar um allt, rétt eins og í risastóru baðherbergi. Ummerki um íbúa safnsins/hússins eru greinileg, óumbúið rúm, tannkremstúba og matarleifar, og ekki er "aðgangur bannaður"- skiltum fyrir að fara.

Vinur Sartre

Eigandinn, Brindisi, málar sjálfur. Verk hans eru expressjónísk, myndir af gondólum í Feneyjum og konum með börn, að ógleymdri sjálfsmyndinni sem hann vinnur nú að, en hún er 3.000. verk hans.

Verkin í safninu hefur hann keypt síðustu 27 árin. Segist ætla að arfleiða ríkið að þeim og safnhúsinu eftir lát sitt. Brindisi segist hafa þekkt marga af listamönnunum en hann bjó um árabil í París og var m.a. vinur rithöfundarins og heimspekingsins Sartre.

Um 15.000 verk í safninu

Brindisi er að öðru leyti fámáll um það hvernig honum hafa áskotnast verkin. Ljóst er að ómetanleg verðmæti eru í safninu, alls um 15.000 verk, en þar er ekki krafist aðgangseyris.

Brindisi segist af verkafólki kominn en að hann hafi selt verk sín fyrir háar fjárupphæðir í Bandaríkjunum. Og hann hefur ekki áhyggjur af þjófum, segir að allir sem inn komi, hljóti að sjá að verkin eigi best heima þar sem flestir geti séð þau.

"ÖÐRUVÍSI safnið" stendur svo sannarlega undir nafni. Um 15.000 listaverk og óteljandi speglar þekja hvíta flísaveggina. Hefur húsinu verið líkt við myndskreytt baðherbergi.

HINN óvenjulegi eigandi safnsins, Remo Brindisi.