Capobianco féll á lyfjaprófi ÁSTRALSKI spretthlauparinn Dean Capobianco verður ekki meðal keppenda á Ólympíuleikunum. Hann féll á lyfjaprófi sem tekið var í Hollandi í lok maí, en niðurstöðurnar voru kunngjörðar í gær. Hlauparinn fótfrái segist saklaus og vonast til að leiðrétting fáist áður en kemur að honum á hlaupabrautinni.
Capobianco féll á lyfjaprófi ÁSTRALSKI spretthlauparinn Dean Capobianco verður ekki meðal keppenda á Ólympíuleikunum. Hann féll á lyfjaprófi sem tekið var í Hollandi í lok maí, en niðurstöðurnar voru kunngjörðar í gær. Hlauparinn fótfrái segist saklaus og vonast til að leiðrétting fáist áður en kemur að honum á hlaupabrautinni.

Fleiri falla

TVEIR júdómenn frá Íran hafa verið dregnir út úr keppninni í Atlanta þar sem þeir hefðu fallið á lyfjaprófi og um leið var tilkynnt að lyftingamaður hefði einnig fallið á prófinu og yrði ekki með.

Verjurnar vinsælar

ÍÞRÓTTAFÓLKIÐ getur fengið ókeypis aðstoð hjá læknum og læknirinn S. Boyd Eaton, sem hefur umsjón með læknamiðstöðinni í ólympíuþorpinu segir að verjur sem íþróttafólkið geti fengið án endurgjalds renni út eins og heitar lummur.