SKÁLDVERKASÝNINGIN "Rjóður" í Hallormsstaðarskógi verður opnuð í dag. Sýningin er í Trjásafninu og eru það skáldin Einar Már Guðmundsson, Pétur Gunnarsson, Sigrún Eldjárn, Sigurður Pálsson, Steinunn Sigurðardóttir og Þorsteinn frá Hamri sem munu flytja ljóð, smásögu eða hugleiðingu. Verkin eru flest samin í tilefni af sýningunni en sum eldri verk eru fléttuð inn í umhverfi skógarins.

Skáldin

í skóginum Egilsstöðum. Morgunblaðið.

SKÁLDVERKASÝNINGIN "Rjóður" í Hallormsstaðarskógi verður opnuð í dag. Sýningin er í Trjásafninu og eru það skáldin Einar Már Guðmundsson, Pétur Gunnarsson, Sigrún Eldjárn, Sigurður Pálsson, Steinunn Sigurðardóttir og Þorsteinn frá Hamri sem munu flytja ljóð, smásögu eða hugleiðingu. Verkin eru flest samin í tilefni af sýningunni en sum eldri verk eru fléttuð inn í umhverfi skógarins. Verkin verða sett upp í Trjásafninu og geta gestir komið og skoðað þau í ró og næði.

Skáldin verða viðstödd opnunina, en sýningin verður opin fram á haust. Tilgangur sýningarinnar er að vekja athygli á skóginum sem perlu í íslensku landslagi, sýna list í óvenjulegu umhverfi og gefa listamönnum tækifæri til þess að kynnast skóginum. Fjöllin, víðáttan og sjórinn hafa verið hugleikin viðfangsefni íslenskra listamanna fram á þennan dag og því er skógurinn ný upplifun sem jafnframt mun verða hluti af íslenskri náttúru í framtíðinni.

Þessi sýning er í beinu framhaldi af skúlptúrsýningu 17 íslenskra listamanna sem haldin var í Trjásafninu sl. sumar. Skógrækt ríkisins á Hallormsstað stendur fyrir sýningunni, en hún er jafnframt liður í árlegum Skógardegi skógræktarinnar.