FORRÁÐAMENN Ólympíuleikanna í Atlanta eiga von á því að samtals um 1,5 milljón manna muni sækja borgina heim meðan á leikunum stendur og eru þeir taldir munu dvelja þar í að meðaltali fimm daga. Þá er talið að hver maður muni eyða í fæði, húsnæði, skemmtanir o.s.frv. að meðaltali um 11.
1,5 milljón manna til Atlanta FORRÁÐAMENN Ólympíuleikanna í Atlanta eiga von á því að samtals um 1,5 milljón manna muni sækja borgina heim meðan á leikunum stendur og eru þeir taldir munu dvelja þar í að meðaltali fimm daga.

Þá er talið að hver maður muni eyða í fæði, húsnæði, skemmtanir o.s.frv. að meðaltali um 11.000 íslenskra króna á dag og ættu því veitingahúsaeigendur, hótelstjórar og verslunarfólk varla að gráta næstu sautján dagana.

Japanir fjölmennastir

YFIRVÖLD í Atlanta telja að Japanir verði fjölmennastir þeirra gesta sem heimsækja borgina á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir. Hótel í Atlanta hafa fengið fólk sem talar ýmis tungumál sér til aðstoðar en aðeins 24,4% þeirra tala japönsku þannig að óvíst er að allir skilji Japanina.