Soffía Símonardóttir Af eilífðarljósi bjarma ber,

sem brautina þungu greiðir.

Vort líf, sem svo stutt og stopult er,

það stefnir á æðri leiðir.

Og upphiminn fegri en auga sér

mót öllum oss faðminn breiðir.

(Einar Ben.) Í dag kveðjum við Soffíu ömmusystur okkar. Um leið og við hugsum til þess með söknuði að hitta ekki framar elsku frænku okkar, þökkum við fyrir góðu minningarnar sem við munum alltaf varðveita. Guð geymi þig, elsku Soffa.

Steinunn Gestsdóttir,

Páll Gestsson.