30. mars 1989 | Akureyri og nágrenni | 143 orð

5 sóttu um stöðu leikhússtjóra

5 sóttu um stöðu leikhússtjóra FIMM umsóknir bárust um stöðu leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar, en umsóknarfrestur rann út rétt fyrir páska.

5 sóttu um stöðu leikhússtjóra

FIMM umsóknir bárust um stöðu leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar, en umsóknarfrestur rann út rétt fyrir páska. Leikhúsráð fjallaði um umsóknirnar á fundi sínum í gær, en að sögn Valgerðar Bjarnadóttur, formanns leikhúsráðs, átti ekki að taka afstöðu til þeirra á fundinum.

Valgerður sagði mögulegt að umsóknarfresturinn yrði framlengdur, þar sem fjöldi fyrirspurna hefði borist eftir að hann rann út. Fólk hrökk illilega við er það áttaði sig á því að fresturinn var útrunninn. Það var nokkuð skammur frestur gefinn og því erum við að velta fyrir okkur að framlengja hann," sagði Valgerður.

Arnór Benónýsson, sem gegndi stöðu leikhússtjóra í vetur, hætti störfum um síðustu mánaðamót og stóll leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar er því auður um þessar mundir. Valgerður sagði nokkuð opið hvenær næsti leikhússtjóri tæki til starfa, það gæti hvortheldur sem er orðið í vor eða næsta haust.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.