Grunnskólaframlög til sveitarfélaga: Fjárhagur sveitarfélaga er í hættu vegna reglustrikuaðferða ­ segir Áskell Einarsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga VIÐ athugun Fjórðungssambands Norðlendinga á útreikningi grunnskólaframlaga eftir...

Grunnskólaframlög til sveitarfélaga: Fjárhagur sveitarfélaga er í hættu vegna reglustrikuaðferða ­ segir Áskell Einarsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga

VIÐ athugun Fjórðungssambands Norðlendinga á útreikningi grunnskólaframlaga eftir sveitarfélögum og skólahverfum kemur í ljós að mikið misvægi er á milli einstakra sveitarfélaga. Sum sveitarfélög fá bætt upp langt fram yfir svonefndan dreifbýliskostnað, en önnur vantar stórar upphæðir til að jafnvægi náist. Þar sem fjarlægð nemenda til skóla er innan við 5 kílómetrar koma sveitafélögin sérstaklega illa út.

Samkvæmt frumvarpi um breytta verkaskiptingu milli ríkisog sveitarfélaga er gert ráð fyrir að allir kostnaðarliðir við grunnskóla, utan kennslulauna og stjórnunarkostnaðar, færist til sveitarfélaga. Ætlast er til að 15,5% tekna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði varið til að greiða niður svonefndan dreifbýliskostn að í skólarekstri, s.s. skólaakstur, launakostnað vegna mötuneyta, gæslu í heimavistum og biðtíma gæslu. Í tillögum sem frumvarpið styðst við er gert ráð fyrir að framlag vegna dreifbýliskostnaðar í skólarekstri nái til strjálbýlla sveitarfélaga og blandaðra sveitarfélaga með allt að 700 íbúum. Þéttbýlissveitarfélög eiga ekki rétt á slíku framlagi vegna flutnings nemenda sökum verulegra fjar lægða innan sveitarfélags, eða flutnings nemenda í önnur sveitarfélög.

Áætlað grunnskólaframlag á starfsviku í skóla fyrir nemanda í 5-15 kílómetra akstursfjarlægð frá skóla er 1.470 krónur, fyrir 15-30 kílómetra fjarlægð 2.240 krónur og 3.080 krónur fyrir 30 kílómetra eða lengra. Þessar tölur eru miðaðar við verðlag ársins 1987.

Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambandsins, segir að ef þessar hugmyndir verði að veruleika sé fjárhag fjölmargra sveitarfélaga stefnt í hættu, ekki vegna verkefnatilfærslunnar sjálfrar heldur fyrst og fremst vegna reglustrikuað ferða við útreikning grunnskóla framlaganna. Dæmi um óréttlæti þeirra hugmynda sem fyrir liggja um úthlutun grunnskólaframlag anna nefnir Áskell að Skútustaðahreppur fengi 1.727 þúsund krónur umfram kostnað, en eftir sömu reglu vantaði Aðaldælahrepp 1.146 þúsund krónur til að mæta dreifbýliskostnaði. Árskógshrepp vantaði 1.122 þúsund og Hrafna gilshrepp 1.170 þúsund, en Reykjahreppur fengi 735 þúsund krónur umfram dreifbýliskostnað og Tjörneshreppur 455 þúsund.

Við bendum á þetta til að sýna hvernig vanhugsaðar reglustriku reglur geta leitt fjárhag sveitarfélaga í tvísýnu og það í nafni réttlætis og jöfnuðar," sagði Áskell Einarsson.

Hugmyndir Fjórðungssambandsins vegna þessa máls erum.a. að við útreikning grunnskóla framlaga verði miðað við skóla ístað sveitarfélaga og að reiknireglur við grunnskólaframlag miðist við 3 kílómetra akstur og síðan eftir fjarlægðarþrepum eftir akst urslengd. Grunnskólaframlag verði aldrei hærri fjárhæð en nemi 85% dreifbýliskostnaðar og tilkomi sérstök framlög til hagræðingar í skólastarfi til að gera reksturinn hagkvæmari fyrir sveitarfélögin.