Flóttamenn: 21 Víetnami og 3 Rúmenar flytjast hingað til lands Íslensk stjórnvöld hafa gefið vilyrði fyrir því að 24 flóttamenn setjist að hérlendis á næstunni. Hér er um 21 Víetnama að ræða og þrjá Rúmena.

Flóttamenn: 21 Víetnami og 3 Rúmenar flytjast hingað til lands Íslensk stjórnvöld hafa gefið vilyrði fyrir því að 24 flóttamenn setjist að hérlendis á næstunni. Hér er um 21 Víetnama að ræða og þrjá Rúmena. Víetnamarnir eru allir venslaðir þeim sem fyrir eru í landinu og Rúmenarnir eru fjölskylda af ungversku bergi, en það er minnihlutahópur í landinu, sem á undir högg að sækja. Vandi "rúmenskra" Ungverja er slíkur, að Ungverjaland hefur orðið fyrst austantjaldslanda til þess að taka þátt í starfi Flóttamannastofnunnar Sameinuðu Þjóðanna.

Síðustu daga hefur verið staddur hér á landi Sören Jessen-Petersen, fulltrúi Flóttamannastofnunnar SÞ á Norðurlöndum. Hann hefur rætt við íslensk stjórnvöld um flóttamannavandann í heiminum í dag og hann sagði í samtali við Morgunblaðið að stjórnvöld hefðu bæði verið velviljuð og jákvæð. "Enginn telur að Íslendingum beri að taka við miklum fjölda flóttamanna, smæð þjóðarinnar er slík, aðalatriðið er að sýna lit, vera með og leggja af mörkunum eftir því sem aðstæður leyfa og á þeim grundvelli hafa Íslendingar staðið sig vel," sagði Jess en-Petersen.

Hinn danski fulltrúi sagði flótta mannaástandið í heiminum vægast sagt hrikalegt, um 15 milljónir manna væru flóttamenn sem byggju við misvondan kost. Alvarlegast væri ástandið í Afganistan og nágrenni, því nærri 5,5 milljón Afganir eru flóttamenn í Pakistan og Íran. Einnig væri hrikalegt ástand í Víetnam og Eþíópíu og víðar. Eþíópar hefðu t. d. tekið viðum 750.000 flóttamönnum vegna átaka bæði í Súdan og Sómalíu. Í því tilviki væri eitt af fátækustu ríkjum veraldar að takast á við eitt versta flóttamannavandamálið. "En vegna mikillar vinnu SÞ má segja að nú sé von fyrir um helming þessa flóttafólks. Hæst ber auðvitað, að vegna brotthvarfs sovésku hersveitanna frá Afganistan eru menn nú þess fullvissir að friður og ró séu á næsta leyti," sagði Jessen-Peters en.

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Sören Jessen-Petersen.