30. mars 1989 | Innlendar fréttir | 96 orð

Inngöngunnar í NATO minnst

Inngöngunnar í NATO minnst 40 ÁR ERU liðin frá samþykkt Alþingis Íslendinga, fimmtudaginn 30. mars, um inngöngu Íslands í varnarbandalag vestrænna þjóða, Atlantshafsbandalagið.

Inngöngunnar í NATO minnst

40 ÁR ERU liðin frá samþykkt Alþingis Íslendinga, fimmtudaginn 30. mars, um inngöngu Íslands í varnarbandalag vestrænna þjóða, Atlantshafsbandalagið. Utanríkismálanefnd Sambands ungra sjálfstæðismanna og Heimdallur FUS minnast þessa atburðar með samkomu í Neðri deild Valhallar, Háaleitisbraut 1, 30. mars klukkan 17.00.

Inngangsorð flytur Davíð Stefánsson, formaður utanríkismálanefndar SUS. Sýnd verður kvikmynd Vigfúsar Sigurgeirssonar "30. mars 1949". Ávörp flytja: Gunnar Helgason, forstöðumaður Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar, sem var formaður Heimdallar árið 1949, og Magnús Þórðarson, upplýsingafulltrúi Atlantshafsbandalagsins. Lokaorð flytur Ólafur Þ. Stephensen, formaður Heimdallar. Boðið verður upp á kaffiveitingar og meðlæti.

(Úr fréttatilkynningu)

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.