30. mars 1989 | Erlendar fréttir | 122 orð

Danmörk: Urriðaeldi í orkuveri Kaupmannahöfn. Frá Nils Jørgen Bruun,

Danmörk: Urriðaeldi í orkuveri Kaupmannahöfn. Frá Nils Jørgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. STÓRT danskt raforkufyrirtæki, SEAS, hyggst framleiða 400 tonnaf urriða á ári í orkuveri sínu í samvinnu við fiskeldisfyrirtækið Algersø Havbrug.

Danmörk: Urriðaeldi í orkuveri Kaupmannahöfn. Frá Nils Jørgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.

STÓRT danskt raforkufyrirtæki, SEAS, hyggst framleiða 400 tonnaf urriða á ári í orkuveri sínu í samvinnu við fiskeldisfyrirtækið Algersø Havbrug.

Áformað er að nýta hitann frá heitu frárennslisvatni orkuversins í Stignæs til að framleiða urriða allt árið. Urriðar þrífast best í 18-19 gráðu hita. Á sumrin verður sjó dælt í eldiskerin.

Áætlað er að stofnkostnaðurinn verði um 24 milljónir danskra króna, 169 milljónir ísl., aðallega vegna eldiskeranna, sem verða fóðruð til að hitinn haldist. Efnahagsbandalagið veitir styrk sem nemur fjórðungi stofnkostnaðarins og danska ríkið útvegar fyrirtækinu 10 prósent af kostnaðinum.

SEAS nýtir afgangsvarma frá öðru orkuveri í gróðurhús, þar sem meðal annars eru ræktaðir tómatar.

Reuter

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.