Danmörk: Urriðaeldi í orkuveri Kaupmannahöfn. Frá Nils Jørgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. STÓRT danskt raforkufyrirtæki, SEAS, hyggst framleiða 400 tonnaf urriða á ári í orkuveri sínu í samvinnu við fiskeldisfyrirtækið Algersø Havbrug.

Danmörk: Urriðaeldi í orkuveri Kaupmannahöfn. Frá Nils Jørgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.

STÓRT danskt raforkufyrirtæki, SEAS, hyggst framleiða 400 tonnaf urriða á ári í orkuveri sínu í samvinnu við fiskeldisfyrirtækið Algersø Havbrug.

Áformað er að nýta hitann frá heitu frárennslisvatni orkuversins í Stignæs til að framleiða urriða allt árið. Urriðar þrífast best í 18-19 gráðu hita. Á sumrin verður sjó dælt í eldiskerin.

Áætlað er að stofnkostnaðurinn verði um 24 milljónir danskra króna, 169 milljónir ísl., aðallega vegna eldiskeranna, sem verða fóðruð til að hitinn haldist. Efnahagsbandalagið veitir styrk sem nemur fjórðungi stofnkostnaðarins og danska ríkið útvegar fyrirtækinu 10 prósent af kostnaðinum.

SEAS nýtir afgangsvarma frá öðru orkuveri í gróðurhús, þar sem meðal annars eru ræktaðir tómatar.

Reuter