Ný umferðarlög á Ítalíu: Börnin í sérstökum öryggisstólum Tórínó. Frá Brynju Tomer fréttaritara Morgunblaðsins. ÍTALIR munu vera fyrstir til að samþykkja lög þess efnis að börn allt að 10 ára aldri skuli vera í sérstökum öryggisstólum í bílum.

Ný umferðarlög á Ítalíu: Börnin í sérstökum öryggisstólum Tórínó. Frá Brynju Tomer fréttaritara Morgunblaðsins.

ÍTALIR munu vera fyrstir til að samþykkja lög þess efnis að börn allt að 10 ára aldri skuli vera í sérstökum öryggisstólum í bílum. Árlega láta rúmlega eitt þúsund börn á aldrinum 0-14 ára lífið í bílslysum á Ítalíu.

Um 600 börn á aldrinum 0-1 árs láta lífið árlega í umferðarslysum á Ítalíu, en til skamms tíma var umfjöllun nánast engin um öryggi í umferðinni og notkun bílbelta. Á síðustu vikum hefur umfjöllunin aukist til muna, og munu ný lögtaka gildi 26. apríl næstkomandi um notkun öryggisstóla fyrir 0-4 ára börn í bílum. Frá og með 26. október næstkomandi verða börn á aldrinum 4-10 ára (15-36 kg) einnig að nota sérstaka öryggisstóla samkvæmt hinum nýju lögum.

Um helmingur þeirra barna sem deyja á aldrinum 0-14 ára á Ítalíu deyr vegna umferðarslysa, og hin háa dánartíðni ungbarna er afleiðing þess að börnin hafa ekki verið í sérstökum öryggisstólum. Mjög algengt er á Ítalíu að haldið sé á ungbörnum í fanginu í framsæti bifreiða.

Reglur um gerð öryggisstóla fyrirbörn í bifreiðum verða hertar umleið og hin nýju lög ganga í gildi og verða stólarnir að vera hannaðir samkvæmt lögum um slíka stóla. Þá verður að nota fjórar mismunandi gerðir stóla eftir þyngd og aldri barnsins.

Á síðasta ári voru í gildi bráðabirgðalög um takmörkun hámarkshraða á hraðbrautum og þjóðvegum á Ítalíu, og sýndist hverjum sitt um það framtak. Líklegt er talið að næsta sumar verði gerð ný tilraun til að hindra of hraðan akstur, og þá verði hámarkshraði miðaður við stærð vélarinnar og gerð bifreiðarinnar.