Hafnarfjörður: Karmelklaustrið fullskipað í fyrsta sinn Í FYRSTA sinn í sögu Karmel klaustursins í Hafnarfirði er það fullskipað. Þar eru nú 21 nunna en samkvæmt reglum klaustursins mega þær ekki vera fleiri.

Hafnarfjörður: Karmelklaustrið fullskipað í fyrsta sinn

Í FYRSTA sinn í sögu Karmel klaustursins í Hafnarfirði er það fullskipað. Þar eru nú 21 nunna en samkvæmt reglum klaustursins mega þær ekki vera fleiri.

Í febrúar síðastliðnum kom síðasta nunnan í klaustrið frá Póllandi. Fimm nunnur eru til reynslu í klaustrinu og er reynslutíminn fjögur og hálft ár.

Klaustrið var stofnað af Karmel reglunni árið 1939 og fram til ársins 1983 voru þar eingöngu hollenskar nunnur en í júní það ár kvöddu síðustu nunnurnar. Í mars árið 1984 komu fyrstu pólsku nunnurnar og eru nú eingöngu pólskar nunnur í klaustrinu.