30. mars 1989 | Innlendar fréttir | 120 orð

Togararallið: Meiri afli við Vestfirði en Norðurland

Togararallið: Meiri afli við Vestfirði en Norðurland Í FIMMTA togararallinu, sem lauk fyrir rúmri viku, fékkst minni afli við Norður- og Norðausturland en Vestfirði, Breiðafjörð og Suðausturland, enda hefur sjórinn við Norður- og Norðausturland verið...

Togararallið: Meiri afli við Vestfirði en Norðurland

Í FIMMTA togararallinu, sem lauk fyrir rúmri viku, fékkst minni afli við Norður- og Norðausturland en Vestfirði, Breiðafjörð og Suðausturland, enda hefur sjórinn við Norður- og Norðausturland verið óvenju kaldur í vetur, að sögn Ólafs Karvels Pálssonar fiskifræðings.

Ólafur Karvel sagði í samtali við Morgunblaðið að nokkrar vikur tæki að vinna úr upplýsingunum sem fengust í rallinu. Togararnir Arnar, Rauðinúpur, Bjartur, Hoffell og Vestmannaey tóku þátt rallinu að þessu sinni og toguðu í tvær og hálfa viku á 570 stöðum umhverfislandið. Í rallinu voru 300 þúsund fiskar lengdarmældir, þar af 100 þúsund þorskar og 100 þúsund ýs ur. Teknar voru 12 til 13 þúsund kvarnir, þar af 4 þúsund úr þorski.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.