Borghild Årseth Albertsson "Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu". Þannig hljóða fyrstu og síðustu versin í 118. Davíðssálmi. Ég sé og finn Borghild svo vel fyrir mér í þessum biblíuversum. Trú hennar var svo bjargföst, hún ekkiaðeins trúði, hún treysti og vissi, að hún og allt hennar var undir öruggri handleiðslu Drottins í blíðu og stríðu. Þó var það alls ekki svo, að hún yrði ekki fyrir sárri lífsreynslu. Hún missti mann sinn snögglega, aðeins 56 ára að aldri, og hún varð að horfa upp á erfið veikindi eldri sonarins og sjá honum á bak 54 ára gömlum.

Borghild var fyrsta norska konan, sem ég kynntist. Þau hjónin Borghild og Guðm. H. Albertsson bjuggu þá á Hesteyri í Jökulfjörðum, þar sem hann stundaði verslun, og var eini kaupmaðurinn þar um slóðir, viðskiptavinir komu alla leið frá Hornströndum, Aðalvík og Sléttuhreppi, var því oft annasamt.

Einhver hafði bent þeim á að fara til foreldra minna og fala mig fyrir hjálparstúlku á heimilinu, þará meðal gæta 2ja ára gamallar dóttur þeirra. Ég var þá 15 ára og gekk í þann svokallaða Framhaldsskóla á Ísafirði. Þeim talaðist svotil, að ég færi þangað að skólavetri loknum. Ég vissi ekkert hvar þettavar, aðeins það, að það varð að fara yfir "Djúpið". Mamma sagðisthafa heyrt, að þetta væri gott fólk. Það varð því úr, að ég fór, og hef aldrei séð eftir því, því úr þessu varð ævilöng vinátta.

Eftir því sem ég kynntist Borghild betur, varð mér ljóst, að húnvar ákaflega góð kona. Af henni lærði ég mína fyrstu norsku, og það svo rækilega, að dönskukennarinn minn spurði mig veturinn eftir, hvar ég hefði eiginlega verið í sumar, stílarnir mínir væru norskir en ekki danskir.

Borghild var ákaflega söngelsk og kunni fjölda söngva, ég tók eftir því að allir textarnir voru svo fallegir, og eitthvað hreint og saklaust yfir þeim. Hún spilaði líka á sítar, og vildi lofa mér að reyna. Mér fannst þetta hreinustu töfratónar, það þurfti ekki að hvetja mig mikið til að reyna. Fyrsta lagið sem ég lærði hjá henni var: "Nærm ere dig min Gud" - Hærra minn Guð til þín, það kunni ég. Hún söng mikið af trúarljóðum, ég kunni töluvert af sálmum, en ekki svona ljóð. Ég hugsaði oft um það, hvort kristindómurinn í Noregi væri eitthvað frábrugðinn kristindómnum á Ís landi. Eftir að ég fór að búa í Noregi fór ég að skilja ýmislegt betur eftir því sem ég kynntist mönnum og málefnum og ýmsum aðstæðum. Ég heimsótti æskustöðvar Borghild, sem eru næsta byggð við heimkynni dóttur minnar - við ókum niður Årsethdalinn, og mér varð þá vel ljóst, hve feikileg breyting það hafði verið fyrir hana að koma frá þessari blómlegu byggð rétt fyrirsunnan Álasund, og setjast að norður í Jökulfjörðum. Ég var ekki lengur óreyndur unglingur, og skildi nú vel, að þar kom margt til greina. Þau voru hjónin mjög sterkir persónuleikar, þau voru samhent, samtaka og trúuð, heil og heiðarleg í mannlegum samskiptum, og hjónabandið mjög ástríkt. Sem unglingur gat ég ekki líkt þeim við neitt annað en mömmu og pabba, og það segir ekki svo lítið, þegar litið er á aldur og þroska þess, sem umsögnina gefur.

Það er lán fyrir óharnaðan ungling, sem í fyrsta sinn fer að heiman til vandalausra, að lenda á heimili hjá vönduðu og góðu fólki, sem lætur sér annt um, ekki einungis líkamlega velferð, heldur og líka andlega. Slíkt gleymist ekki, en geymist í vitundinni sem gott veganesti til viðbótar við það, sem lærst hefur í föðurhúsum.

Það þurfti ekki að biðja mig oft um að fara til þeirra sumarið eftir. Þá fæddist eldri sonurinn, svo nú voru systkinin orðin tvö, Dagný og Reidar. Yngri syninum Birgi kynntumst við ekki fyrr en við komum heim frá Noregi eftir stríð. Þá voru þau komin suður og flutt á Langholtsveginn. Við vorum fyrstu dagana í næstu götu, og eldri sonur okkar, sem ranglaði um og vildi bara fara "heim" aftur og tala norsku hitti Birgi, sem sá víst að þessi ókunni drengur var ósköp einmana. Þeir komu inn og sonur minn tilkynnti, að hann hefði "fundið norskan dreng", Birgir sonur Borghild og Guðmundar var ekki seinn að bjarga því máli, en ég flýtti mér niður á Langholtsveg, og þar urðu fagnaðarfundir.

Sumir þræðir slitna ekki þó togni á þeim sökum fjarvistar og fjarlægðar. Vináttan á óteljandi end urnýjunarmöguleika, því hún er einn af neistunum af eilífum eldi Guðs.

Ég veit að Borghild átti örugga trú á handleiðslu Drottins, kærleika hans, náð og miskunn. Ég er þakklát fyrir þann skerf er ég hlaut af kynnum mínum við hana og hennar fólk. Drottinn blessi ástvini hennar og allar góðu minningarnar um hana.

Hrefna Samúelsdóttir Tynes