Kristín Karlsdóttir Akranesi ­ Minning Fædd 27. september 1932 Dáin 26. febrúar 1989 Þriðjudaginn 7. marz 1989 var kvödd frá Akraneskirkju mæt samtíðarkona, Kristín Karlsdóttir. Foreldrar hennar voru Karl Auðunsson og kona hans Guðrún Sigurðardóttir, Gíslasonar smiðs á Hjarðarbóli og konu hans Elísabetar Auðunsdóttur. Faðir Karls var Auðunn Auðunsson. Þessi Auðuns nöfn benda á sömu ættina, semsagt Grundarættina alkunnu sem er upprunnin á Grund í Skorradal. Móðir Karls var Jónína Kristín, dóttir hinna kunnu dugnaðarkonu, Kristínar á Jaðri, og manns hennar, Jóns Hálfdánarsonar. Kristín á Jaðri var karlmanns ígildi og bjó lengi ein ekkja á Jaðri. Hún ól dótturson sinn Karl upp, móðir hans mun hafa dáið ung. Sú Kristín sem hér er minnst mun ekki hafa borið sama yfirbragð og amma hennar og nafna á Jaðri. Það fór oft gustur af þeirri kraftmiklu gömlu konu, sá sem hér skrifar sá hana oft. Kristín Karlsdóttir bar ekki tilfinningar sínar fyrir almenning. Eitt áttu þær nöfnur sameiginlegt, þær háðu báðar erfiða lífsbaráttu. Kristín á Jaðri missir fljótt fyrirvinnuna, veikindi herja á fjölskylduna og hún verðurað beita dugnaði og hörku við sjálfa sig til að takast á við fátæktina og þá hörðu kosti sem henni fylgja, en hún lét aldrei bugast. Sumum þótti óvenjulegt að sjá konu standa bogna útí mýri viðað rista torf á hey og hús, þetta vílaði þessi kraftakona lítt fyrirsér. Hún stóð alltaf sér með reisn og kvaddi þetta líf að lokum sem alkunn hetja.

Við hjónin áttum Kristínu Karlsdóttur á Jaðarsbraut 21 að vinnufélaga um sex ár í Akraprjóni. Hún bauð af sér góðan þokka sú kona. Alltaf stillt og prúð, æðrulaus og með glettnis bros í augum, hlý í orðum og vingjarnleg kona. Ekki þurfti að spyrja um aðstæður hennar, þó hún gæfi aldrei tilefni til að minnast á slíkt þá vissu allir vinnufélagarnir að hún gekk ekki, sem áður ung og fögur stúlka, erfið lífsbarátta var búin að setja á hana sinn stimpil. Maðurinn hennar var hættulega veikur og engin máttarstoð lengur, nema síður væri, mérvar sagt oft erfiður sjúklingur, sem eðlilegt var. Það er þung raun fyrir fólk á góðum aldri að verða að lúta því þunga lögmáli að vera dæmdt til að kveljast, og bíða einskis annars en dauðans. Kristín hefur í hjarta sínu haft mikla samúð með manni sínum, það veit ég. Lengi vel reyndi hann að koma á bíl þeirra að sækja hana í vinnuna. Ég gat oft komist við af þvíað sjá hvað þarna var við þungar þrautir að fást hjá hjónum sem héldust í hendur og mættu sínum örlögum af þolgæði og í hljóðri þögn. Veikindin eru og hafa lengiverið okkar þjóð þungur kross að bera. Ljósið í myrkrinu voru börnin, þau hjón áttu barnaláni að fagna, fátt eða ekkert jafnast á við það í lífinu.

Maður Kristínar var Sigurjón Björnsson vélstjóri frá Ósi. Börnþeirra hjóna eru fjögur í aldursröð þessi, Guðrún, vinnur skrifstofustörf og er gift húsmóðir í Reykjavík, Björn Almar vélstjóri, á unnustu og býr á Akranesi, Karl vélstjóri, giftur og býr á Akranesi og Stefnir, vélstjóri, ógiftur Akurnesingur. Þeir bræður eru allir vélstjórar hér á togurunum. Einnig lifa systur sína Kristínu, þrír bræður, Sverrir, Sigurður og Birgir, allt vélamenn, hver á sínu sviði. Þetta er eftirsótt fólk til ábyrgðar verka og mannkosta fólk, svo orð fer af. Við Íslendingar eigum aldrei of mikið af úrvals fólki, það er raunar dýrmætasta þjóðareignin og stærsta guðsgjöfin. Í hinni hugljúfu minningarræðu sr. Björns Jónssonar, nú sem oft áður, varvel sagt frá mannkostum Kristínar Karlsdóttur, en hvergi um of. Kristín var mikil mannkostakona. Hún hafði mikla löngun til framhaldsnáms, en aðstæður lögðu leiðtil annarra átta. Fyrst þurfti húnað ljúka stóru móðurhlutverki, fæða börnin sín og koma þeim til manns. En þá gafst tækifærið, og viljinn til náms bjó í brjósti, hún hóf nám í öldungadeild og fékk réttindi á verslunarsviði og fékk góðan vitnisburð. Kristín vann hjá H.B.