Jólafundur jafnaðarmanna "JÓLAFUNDUR jafnaðarmanna verður haldinn í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, í dag, laugardag, frá kl. 16­19. Þar verður litlu-jóla-stemmning með jólalögum og jólaglöggi.

Jólafundur jafnaðarmanna "JÓLAFUNDUR jafnaðarmanna verður haldinn í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, í dag, laugardag, frá kl. 16­19. Þar verður litlu-jóla-stemmning með jólalögum og jólaglöggi. Rithöfundarnir Einar Kárason, Guðmundur Andri Thorsson, Hallgrímur Helgason og Vigdís Grímsdóttir flytja pólitískar hugvekjur hvert með sínum hætti.

Gestgjafar eru alþingismennirnir Ásta R. Jóhannesdóttir og Gísli S. Einarsson. Jólafundur jafnaðarmanna er haldinn að tilhlutan Samstarfs jafnaðarmanna í samráði við einstaklinga úr Regnboganum, Hlaðvarpahópnum, ungliðahópnum og flokkunum," segir í fréttatilkynningu frá Áhugafólki um samstarf jafnaðarmanna.