Kveikt á jólatré á Seltjarnarnesi KIWANISKLÚBBURINN Nesodden við Oslóarfjörð, sem er vinaklúbbur Kiwanisklúbbsins Ness á Seltjarnarnesi hefur undanfarin 25 ár sent Nesklúbbnum jólatré að gjöf. Sunnudaginn 15. desember nk. kl.

Kveikt á jólatré á Seltjarnarnesi

KIWANISKLÚBBURINN Nesodden við Oslóarfjörð, sem er vinaklúbbur Kiwanisklúbbsins Ness á Seltjarnarnesi hefur undanfarin 25 ár sent Nesklúbbnum jólatré að gjöf.

Sunnudaginn 15. desember nk. kl. 16 verður tréð afhent Seltjarnarnesbæ og ljósin tendruð á því. Tréð verður staðsett fyrir framan Íþróttamiðstöð Seltjarnarnesbæjar við Suðurströnd.

Við afhendingu trésins verða flutt ávörp, félgar úr skólalúðrasveit Tónlistarskólans leika nokkur lög og flugeldum verður skotið á loft í umsjá Björgunarsveitarinnar Alberts.