Íslendingar með námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn í Litháen SAMBAND íslenskra sveitarfélaga hefur undanfarin tvö ár unnið markvisst að því að efla samstarf við samtök sveitarfélaga í Eystrasaltslöndunum. Á sl. ári var haldið námskeið fyrir...

Íslendingar með námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn í Litháen

SAMBAND íslenskra sveitarfélaga hefur undanfarin tvö ár unnið markvisst að því að efla samstarf við samtök sveitarfélaga í Eystrasaltslöndunum. Á sl. ári var haldið námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn í Lettlandi og höfð milliganga um að auka viðskipti milli landanna og samskipti milli sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra.

Dagana 29.­30. nóvember sl. stóð Samband ísl. sveitarféalga fyrir námskeiði fyrir leiðtoga sveitarfélaga í Litháen og var það haldið í borginni Druskininkai. Þátttakendur voru 40­50, flestir bæjarstjórar eða forsetar bæjarstjórna, en í landinu eru 56 sveitarfélög. Fjallað var m.a um verkaskiptingu og samskipti ríkis og sveitarfélaga, fjármál sveitarfélaga, stjórnskipulag og aðferðir fyrir sveitarfélögin við að fela öðrum framkvæmd verkefna, svo sem einkavæðingu.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður sambandsins, Sigríður Stefánsdóttir, Sigfús Jónsson, og Torben Friðriksson höfðu framsögu á námskeiðinu.