Nýtt réttingaverkstæði opnað á Selfossi Selfossi - Nýtt verkstæði, þar sem fengist er við réttingar nýsmíði og bílamálun, var nýlega opnað að Eyravegi 49 á Selfossi. Eigandi verkstæðisins er Þorkell Hólm og er hann jafnframt aðalstarfsmaður þess.

Nýtt réttingaverkstæði opnað á Selfossi Selfossi - Nýtt verkstæði, þar sem fengist er við réttingar nýsmíði og bílamálun, var nýlega opnað að Eyravegi 49 á Selfossi. Eigandi verkstæðisins er Þorkell Hólm og er hann jafnframt aðalstarfsmaður þess.

Hið nýja verkstæði er vel búið tækjum til bílaréttinga og málunar en að sögn eigandans verður jafnt og þétt unnið að því að bæta tækjabúnað verkstæðisins til þess að geta sinnt sem flestum verkefnum. Þorkell lét vel af starfseminni og sagði nóg að gera.

Morgunblaðið/Sig. Jóns.

ÞORKELL Hólm með einn bílinn í sprautuklefanum.