Fagnað í Bagdað Bagdað. Reuter. MIKILL fögnuður braust út í gær á götu í Bagdað þar sem ráðist var á Uday, annan sona Saddams Husseins, forseta Íraks, á fimmtudagskvöld.

Fagnað í Bagdað Bagdað. Reuter.

MIKILL fögnuður braust út í gær á götu í Bagdað þar sem ráðist var á Uday, annan sona Saddams Husseins, forseta Íraks, á fimmtudagskvöld. Talsmaður írasks stjórnarandstöðuhóps með aðsetur í Jórdaníu sagði að þrír eða fjórir menn hefðu ráðist á hann, varpað handsprengjum og skotið af hríðskotabyssum.

"Hinn illi ásetningur að drepa tákn íraskrar æsku hefur farið út um þúfur," sagði einn þeirra sem fögnuðu í Bagdað og átti við Uday. "Þegar samsæri mistakast er ástæða til að fagna."

Fjölda kinda var slátrað og blóði þeirra skvett um götuna. Sú athöfn er táknræn og merkir að illur fyrirboði sé á braut.

Hverjir frömdu/22