Alþýðuflokkurinn með 20,2% fylgi Kvennalistinn með 6,1% fylgi SAMKVÆMT skoðanakönnun Gallup hefur fylgi Alþýðuflokks og Kvennalista aukist miðað við síðustu könnun sem gerð var í byrjun nóvember.

Alþýðuflokkurinn með 20,2% fylgi Kvennalistinn með 6,1% fylgi

SAMKVÆMT skoðanakönnun Gallup hefur fylgi Alþýðuflokks og Kvennalista aukist miðað við síðustu könnun sem gerð var í byrjun nóvember. Fylgi Alþýðuflokks er nú 20,2% var 18,5% og fylgi Kvennalista er 6,1% en var 3,3%.

Úrtak könnunarinnar var 1.250 manns af landinu öllu og svöruðu 75,4%. Samkvæmt könnuninn minnkar fylgi annarra flokka. Fylgi Sjálfstæðisflokks var 40,1% við síðustu könnun en er nú 39,1%. Fylgi Framsóknarflokks var 20,2% en er nú 18,6%. Fylgi Alþýðubandalagsins var 16,3% en er nú 15,1% og Þjóðvaki er með tæplega 1% fylgi samkvæmt könnuninni. Óákveðnir og þeir sem neituðu að svara voru 16,4% og þeir sem sögðust mundu skila auðu voru 8,9%.