Reuter Umboðið framlengt SARAJEVOBÚAR lögðu sumir blómsveiga að leiðum ástvina sinna í Alifakovac-grafreitinum í gamla borgarhlutanum í gær.

Reuter Umboðið framlengt

SARAJEVOBÚAR lögðu sumir blómsveiga að leiðum ástvina sinna í Alifakovac-grafreitinum í gamla borgarhlutanum í gær. Í fyrradag samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna einróma nýtt 18 mánaða umboð til Atlantshafsbandalagsins, að halda uppi friðargæslu í Bosníu fram á mitt ár 1998. Um 25-30 þúsund manna herliði frá allt að 30 ríkjum verður haldið úti í Bosníu í því skyni og munu þær ganga undir nafninu stöðugleikasveitirnar (SFOR). Í sveitunum verða um 3.000 þýskir soldátar og er það í fyrsta sinn sem þarlendir hermenn taka fullan þátt með öðrum vestrænum sveitum í verkefni utan Þýskalands.