KARL ÞÓRÐARSON GULLKÁLFSÞANKAR Menn og guðir eru eitt. Og mennirnir gera sér guði að eigin vild sinni, og eftir sinni mynd. En þessir gerviguðir bregðast þó sköpurum sínum.

KARL ÞÓRÐARSON GULLKÁLFSÞANKAR Menn og guðir eru eitt. Og mennirnir gera sér guði að eigin vild sinni, og eftir sinni mynd. En þessir gerviguðir bregðast þó sköpurum sínum. Og mennirnir trúa þeim ekki, en gera sér gjarnan nýja guði,

guði af rangfengnum Mammon,

guði sem einnig bregðast.

Og mennirnir verða alltaf guðlausari og trúlausari,

með hverjum nýjum guði sem þeir dýrka og deyða.

En sköpunarþrá mannsins heldur áfram

að skapa og tortíma.

Og Drottinn brosir að tilburðum mannanna,

til þess að líkja eftir höfundi sínum og meistara.

Höfundur býr á Eyrarbakka.